29. nóv. 2003

Ég deili eldhúsi með Ann. Hún heitir reyndar Mafann. Hún er frá kína.

Mafann er pínulítil. Allavega óskaplega mjó. Hún er svo mjó að stundum tekur maður ekki eftir henni heldur horfir bara í gegnum hana. Hún kvartar yfir því að hún sé að fitna. Þá klappa ég henni á kollinn og segi: Vá hvað þú ert klikkuð vandræðagemsi (Mafann merkir nemlig vandræðagemsi). Mafann talar með rosalegum bandarískum hreim - og hún stúderar Ameríkufræði. Hún dýrkar Friends. Samt þolir hún ekki Bandaríkin og Bandaríkjamenn. En það er nú bara vegna þess að hún er Kínverji. Eins og við vitum eru Kínverjar helstu óvinir vestrænnar hugsunar, og raun vesturlanda. Jasvei!

Engin ummæli: