16. nóv. 2003

Hvað kom fyrir blogger? Hvað er að sjá?

Þetta er fyrsta færsla úr nettengdu tölvunni minni. Með eðum og þornum og öum og æjum. Þráðlaus sit ég einn og sauma saman mína netdrauma.

Allt í einu varð lífið mitt svo miklu auðveldara. Þráðlaus nettilvera. Hver veit, kannski er ég á klóinu að rita þetta einmitt nú. Það er tildæmis obsjón. Eða inni í eldhúsi, eða inni í the Great Hall. Eða undir rúmi, uppí rúmi en þó ekki í sturtu. Þó það sé möguleiki er það bara asnaskapur.

Og hvað kom til að strákauminginn fékk sér tenginu. Jú, hann vann í Happdrætti Háskólans peningasummu sem dugar akkúrat fyrir deposit fyrir netkortinu.

Ég segi nú bara:

VEI!

Engin ummæli: