22. sep. 2006

Önugur?

Önugur segir Gulla. Hundfúll er kannski rétta orðið. Alveg brjálaður

- stuna -

Í gærkvöldi lá ég einn heima í vondu skapi og tók til í My Documents. Þar voru svona skjöl á reiki frá því í A'dam. Fullt af gæðastöffi. Dagbókarskrif. Bréf til vina. Smásögur nokkrar sem ég reit. Ein meir að segja býsna góð og sem ég man ekkert eftir að hafa verið að skrifa. Hlýtur að hafa verið gert í áfengis- eða hassvímu eitthvert góðkvöldið. Svo ljóðabálkur sem Miss Notley skrifaði um okkur eldhúsfélagana. Þá fékk ég fiðring og hugsaði til fyrstu viknana í Amsterdam. Það var góður tími. Svo fór ég að lesa færslu frá afmælisdeginum mínum fyrir þremur árum:

"Jeg heiti Heine. Studentanumerid mitt er 0317977. Jeg er 27 ara.

Jeg by a Dolhaantjestraat. Dolhanntje thydir Brjaladur Hani, ollu heldur litill brjaladur hani, thvi -tje er smaikkunarvidskeyti i hollensku (jamm jeg er nemi i malvisindum sko). A Dolhaantjestraat 20 bua um 60 manns. Husinu er skipt upp i 5 kommunur thar sem 12 manns deila saman klosetti, sturtum og eldhusi. I minni kommunu erum vid reyndar bara 7. Jeg, danska parid Kristjan og Lovisa, kinverska Li og kinverska An, nysjalenska Anna og finnska Lisbet (jeg er ad visu alls ekki vissu um nofnin a thessu lidi en eitthvad verd jeg ad kalla thau ekki satt). Jeg og Kristjan og Lovisa tokum okkur saman i morgun og stofnudum kommunusjod, skipudum nysjalensku stelpuna sem formann og finnsku sem gjaldkera. Svo akvadum vid ad redda okkur husgognum sameiginlega. Jeg kalla thetta Islensk-Danska verzlunarfjelagid...

Kristjan og Lovisa aitla ad elda handa mjer mat i kvold. Jeg skaffa raudvin, svona i anda Islensk-danska verzlunarfjelagsins. Tha verdum vid buin ad saikja okkur sofann og hilluna sem vid saum i ruslagami i morgun. Islensk-danska verzlunarfjelagid er med stor plon. vid aitlum t.d. ad utbua fana til ad henga i fanastongina sem er fyrir utan Dolhaantje. Thar a ad vera merki Islensk-danska verzlunarfjelagsins: Litill, brjaladur hani...

A Dolhaantje eru tveir residents assistants their heita badir Jeorone. Samkvaimt ordabok Islensk-danska verzlunarfjelagsins merkir Jeorone einmitt profastur a hollensku.

Jamm jeg heiti Heine. Jeg by a Litla, brjalada hananum. Jeg er 27 ara."


Svona var nú það. En það er föstudagur og best að halda áfram önugheitunum. Það er þó ágætt að í öllum þessum önugheitum er ein manneskja sem veitir mér heilmikla sáluhjálp. Takk fyrir það.

Engin ummæli: