Kona í síðum kjól stendur á brúnni og horfir hugsandi niður í grábrúnt síkið. Við hlið hennar stendur strákur, fimm ára á að líta og borar í nefið. Maður á hjóli reykir pípu. Heldur með annari hendi við stýrið en heldur á dagblaði í hinni. Bátur liðast hjá, fagurgulur, nýlega málaður.
Ég sit við skrifborðið á þriðju hæð og fylgist með út um gluggann.
Svona er dagar mínir, sjúkir en fagrir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli