5. okt. 2004

Ekki það að ég skilji hvað mönnum gengur til með kynmökum með dýrum yfir höfuð. Hins vegar skil ég bara engan vegin hversvegna menn fara að leggjast á hross! Auðvitað mætti lauma hér inn brandara um það að ríða hrossum. En nei, þetta er ekkert fyndið. En samt, ég meina, hestar! Hann hefur þurft að klifra upp á stiga, amk koll. Eða var hann kannski bara að rúnka sér yfir þeim, eða að rúnka hestunum? Mun heppilegra hefði verið að snúa sér að rollum hefði maður haldið. Eða einhverju svona í manns stærðarflokki.

Já, ég skal segja ykkur það. Hestar. Allt er nú til. Mann grunaði nú að það væri sitthvað á seyði þarna á Þorlákshöfn.

"...eftir að sést hafði til hans koma út frá hesthúsi í hesthúsabyggðinni þar í bæ. Grunsemdir voru uppi um að maðurinn hefði verið að fá kynferðislega útrás á skepnum í húsinu."

Hvernig vöknuðu þessar grunsemdir? Eftir að sést hafði til hans koma út frá hesthúsinu. Hvernig draga menn svona ályktanir? Nema að hann hafi verið að koma út frá hesthúsinu!

Nei - þetta er eitthvað gabb.

Annars er þessi færsla tileinkuð Hulla frænda mínum. Ekki af því að hann hefur eitthvað með ríðingar á hestum að gera, í neinum skilningi. Nei, heldur af því að hann á afmæli.

Engin ummæli: