Þau sem vilja kjósa þjóðarblómið kjósi hér.
Mín röð er þessi
1. Blóðberg
2. Geldingahnappur
3. Blágresi
4. Gleymmérey
5. Hrafnafífa
6. Lambagras
7. Holtasóley (fer út)
Ég er alveg að missa mig í þessari kosningu. Ég er að spá að fara að dæmi stuðningsmanna Jóns Steinars og senda út stuðningsyfirlýsingu.
Annars var ég eiginlega kominn niður á Geldingahnappinn í gær en svo vitjaði blóðbergið mín í draum. Já það birtist mér í draumi sem dýrðlegt ævintýr.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli