Það vill svo vel til að nóg er af heimildum um verstra sem og spagettívestra á bókasafninu og svo internetinu maður.
Í dag er lestur. Lestur er bestur. Í kvöld koma tvær konur til mín í mat. Hver veit svo hvað nóttin ber í skauti sér.
Á matseðlinum verður eitthvað óskaplega gott grænmetisdrasl þar sem önnur er grænmetisæta. Nú hefjast pælingar um grænmeti.
En í dag eiga amk tveir ungir menn afmæli. Annar fæddist á undan hinum og er Guðmundur Arnlaugsson. Hann er 28 ára í dag. Hann er sögukennari og tenór ásamt með fleiru. Guðmundi, eða Mumma eins og hann er jafnan kallaður, færi ég bestu óskir.
Hitt afmælisbarnið er svo sem komið af barnsaldri. Hann er tuttuguogfjögurra ára í dag. Hann er frændi minn, Þormóður Dagsson. Þormóður þessi, eða Þorri eins og hann er jafnan kallaður, einnug stundum Prinsinn eða litti trommuleikarinn, er einmitt trommari í hljómsveitum og einnig bókmenntafræðinemi, ásamt með öðru. Þorra færi ég bestu óskir í tilefni dagsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli