1. okt. 2004

Aðra myndina í New York þemanu var horft á í kvöld. Að þessu sinni Manhattan Woody Allens. Hún er ein af póstklassísku kvikmyndunum. Með svona póstmódernísk eliment.

Færslan hér á undan (að neðan) er líklega svona póstmódernísk. Ef ég man eitthvað rétt sem ég las um póstmódernimsa í íslenskum fræðum hér um árin. Annars hætti ég alltaf að hlusta þegar byrjað var að tala um póstmódernisma. Það er svona stefnulaus stefna. Eitthvað sem bókmenntafræðingar og kúltúralspekúlantar fundu upp þegar þeir voru hættir að nenna að gefa öllu þessu krappi nafn. Já, köllum þetta bara póstmódernísma. Eitthvað voða módern en samt eitthvað annað. Svona meira módern. Eitthvað dót sem brýtur allar reglur er en um leið nostalgíst. Með öðrum orðum: Kjaftæði. Það helsta sem póstmódernisminn gerir er að reyna að skilgreina sjálfan sig. En kemst aldrei að niðurstöðu af því að hann er allt í senn hann sjálfur og eitthvað annað.

En sum sé. Ég er að lesa aftur um póstmódernisma þessa dagana. Það er alveg jafn leiðinlegt og íslenskunni í denn. Miklu skotnari er ég í hugtakinu síðklassískar kvikmyndir.

Jú, filmstudies er bölvað kjaftafag. bjútíið við það er að maður getur eytt heilum fimmtudegi í að horfa á kvikmyndir án þess að fá sammara.

Engin ummæli: