30. sep. 2004
Um daginn spurðu mig dægrin hvað ég væri að þvælast þetta á annarlegri strönd. "Ég er bara sprek", svaraði ég auðmjúkur, "og hafrekið að auki. Hér sit ég yfir drykkju, aleinn eins og þið sjáið og því geng ég fár og fölur með framandi jörð við il". Í loftinu fann ég ilm af gömlum blómum þegar betur var að gáð mátti sjá að þetta voru dauðarósir, ósköp litmjúkar. Dægrin hlógu og hvísluðu á milli sín, "óskabarn ógæfunnar". "Einhvern vegin hafa dagar lífs míns glatað lit sínum," hélt ég áfram, "þeir voru svo fagrir, sjúkir, en fagrir". "Hvar?" spurðu dægrin, "og hvar urðu ljóðin veðrinu að bráð?" Ég stóð orðlaus og tíminn stóð kyrr, eins og vatnið, kalt og djúpt. Ekkert hreyfðist, nema hrungjörn laufin í haustskóginum. Ég svaraði að lokum: "spyrjið myrkrið, það veit svo margt".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli