Sólin skín ekki en hún er nú þarna samt blessunin bak við skýin. Mánudagsmorgun, ekki í Vestamanna eyjum enda er Dísa drusla dansandi við Finnboga þarna undir Fjósakletti. En Eiríkur er farinn svo ég er ekki í teljandi hættu. Enda Amsterdam ekki hættuleg borg.
?Heiðruðum Bónus með nærveru okkar en var tekið eins og kóngafólki í frönsku byltingunni og biðum óendanlega lengi í röð.?
Svó reit Bergsteinn. Þykir mér þetta skemmtileg líking. Er ég las hló ég með sjálfum mér og gott ef flissið færðist ekki framfyrir varinar svo heyra mætti.
Sjálfur er ég kvefaður enn. Merkileg þessi rútína kvefs. Nú er mesta horið hætt en hóstinn tekinn við. Hann verður þurr líklega eftir tvo daga og svo verð ég fínn á fös.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli