28. sep. 2004

Nýtt þema hófst í gærkvöldi. New York myndir. Byrjað var á Mean Streets. Næst á dagskrá: Manhattan.

Jú, það er bara skemmtilegt að nema kvikmyndafræði.

Í öðrum fréttum. Ég hef ákveðið að gerast bandarískur ríkisborgari. Auk þess hef ég ákveðið að skipta um nafn, einkum til að auka möguleika mína á bandarískum ríkisborgararétti. Héðan í frá mun ég kallast Buck Johnson.

Og jú, í enn öðrum fréttum: Von er á frumburðinum í Kína í byrjun næsta árs. Hefur mér þegar verið meinað um umgengnisrétt enda móðirin í Falun Gong hreyfingunni, sem svífst einskis til að traðka á frelsi vestrænna hugsjónarmanna. Bandaríska ríkisstjórnin mun vonandi ganga í málið, sér í lagi ef Al Gore nær sigri í forsetakosningunum.

Pestin að neðan hefur að mestu leyti horfið eftir rækilega klósettferð í gærkvöldi. Þess í stað er ég sérlega andremmusetinn í kjölfar óskapans hóstagangs undanfarna daga. Þar kemur vinur veiðimannsins helst til hjálpar og dugar þar ekkert minna en blái pakkinn, extra strong.

Engin ummæli: