ég er líklega myndarlegasti karlmaður í amsterdam þessa stundina . og þá er ég ekki (bara) að tala um útlitslega . nú er ég búinn að baka tvær sortir af brauði og þvo þrjár vélar af þvotti auk þess sem ég las bókina camera lucida og tvær greinar eftir susan sontag . jájá allt þetta og klukkan bara rúmlega fjögur . übermennsch sannkallað en samt mjúkur . hvar var ég að lesa pælingar um mjúka karlmenn ? jú já lóu frænku !
það er rétt . hvað kvöldið ber í skauti sér veit ég ekki . máski ég klári eina grein eftir Thomas Elsaesser og máli svo hjólið mitt, rautt eins og blóðið og verkalýðinn .
er ég frábær ?
það er ykkar að svara og mitt að komast að
nú er ég farinn í bað - nei að - lesa - fór í sturtu í morgun
ég held að svona verði dagar manns - litríkir - byrji maður þá á Sex Pistols - eða bara hverju öðru fínerís pönki/rokki
Engin ummæli:
Skrifa ummæli