Gabba Gabba Hey
Heimurinn er skrýtinn
Í fyrradag keypti ég mér minn fyrsta Ramonesdisk. Ég trúi því ekki að þessi hljómsveit hafi farið framhjá mér öll þessi ár. Tja, ég segi nú kannski ekki farið framhjá mér. Auðvitað kannast maður við hina og þessa smelli. En að ég hafi ekki lagt við hlustir. Ó þetta rokk, þetta rokk.
Og í gær lést Johnny Ramone, aðalgítarleikari hljómsveitarinnar. Til að heiðra minningu hans mun nýi Ramonesdiskurinn minn snúast í tækinu mínu í allan dag, eða allt þar til ég kaupi mér annan Ramonesdisk seinnipartinn í dag.
The Ramones
Engin ummæli:
Skrifa ummæli