Stíflað er nefið og sölnuð er kinn
af sígandi vörum er farinn roðinn
En það er í lagi því það er sunnudagur og það er hætt að rigna . eiki í örðu var hér yfir helgina . á franska hótelinu svo skammt frá rauðahverfinu að heyra mátti stunur samfara samförum . jú hún er yndæl litla amsterdam
með tebolla í hönd , tebolli kemur jafnan í stað kaffis á kvefuðum morgnum hjá mér , og will oldham í græjunum verður lestur dagsins . television . allt um sjónvarp . mér til aðstoðar verður bein útsending bresku útvapsþjónustunnar búþ (e. bbc). má einnig kalla það breska ríkisútvarpið (brú) . ekkert er barnið á þessum bæ til að hafa ofan af fyrir . segir maður þetta ekki svoleiðis ? ekki verður neitt gert í þeim málum enda varla við hæfi að fara að eignast börn með herbergisfélaganum . hvað er ég annars að tala um börn ?
í baverkefni mínu er fjallaði um lýsingarhátt þátíðar af áhrifslausum hreyfingar- og breytingarsögnum sem BG kalla afbrigðilega tíð en ég kalla ástandshorf var setningardæmið jón hefur aldrei borðað börn.
Og hver er BG ? það er þitt að svara því . það eina sem þú þarft að gera er að kommenta á þessa síðu og skrifa svarið . sá sem fyrstur er með rétt svar fær vegleg verðlaun . út að borða fyrir tvo á FEBO !!
er þetta eingöngu dulinn aðferð til að fá fólk til að stytta mér stundir með kommentum á þessa síðu ? svarið er já og nei . já þetta er aðferð nei þetta er ekki dulin aðferð .
önnur spurning og að þessu sinni eru verðlaunin ekki af verri endanum . áritað eintak af fyrsta geisladisk mínum út um græna grundu - henson spilar fyrir gamla fólkið.
Nóg er komið sest er sól
syngur dalabúinn
hér sit ég í kvenmannskjól
kaldur, blautur, lúinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli