Ég var að fikta í punktinum. Ég held ég þurfi að hætta þessu. Þetta er orðið hálfávanabindandi.
Að meðaltali lesa 28 manns þessa síðu á hverjum degi. Ekki veit ég hvaða fólk þetta er. Bíddu lof mér að telja svona þá sem ég þykist viss um að lesa mig. Hmm... Finnur Pálmi veit ég að er einn af dyggustu aðdáendum. Pétur Maack hefi ég vitað til að lesi líka og ÓliVeigar hann vitnar oft til skrifa minna. Gulli minn og Hulli þeir lesta mig líka báðir. Þá eru komnir fimm. Foreldrar mínir lesa þetta víst líka, amk pabbarnir tveir og hún mamma mín. Átta. Tuttugu eftir. Siggi í Svíþjóð hann les þetta alveg örugglega og hún Tintin. Jájá, þetta er allt að koma. Heyrðu, Katrín vinkona hans Hulla, hana hitti ég og hún sagðist lesa mig. Ellefu. Þóra nefndi það í sumar að hún læsi. Stundum sagði hún. En það telst með. Olla skildi einu sinni eftir komment, það merkir að hún hefur einhverntíma verið að lesa þetta. Já, og Gunna rokk líka. Fjórtán, helmingur. Huxy má ekki gleyma, hún les en Benni var eitthvað að tauta að hann væri eiginlega hættur að lesa, jæja hann telst með. Tjaldurinn las þetta í eina tíð. Ætli hann lesi ekki enn? Og Þórdís. Hún skilur meir að segja stundum eftir komment. Ekki má gleyma Mumma. Ætli Hreggi lesi þetta? Hann amk þóttist í eina tíð aldrei lesa blogg en Mummi þykist viss um annað. Hvað eru þá komnir margir. Tuttugu. Hva! Gunnar Hrafn linkar á mig og skilur stundum eftir komment. Svo hann les þetta ábyggilega líka. Ég veit ekki með Lúlla og Lailu og Þorra þokkalega. Jú, Þorri les þetta. Veit sum sé bara ekki með L&L Hmmm. Tinna Guðmunds skildi eftir komment um daginn. En merkir það að hún lesi eða þrufti hún bara að hafa samband? Margrét V hún les þetta og Sonja í Danmörku líka. Diljá í Danmörku, hún hefur verið að lesa þetta og Krunka frænka held ég líka og Lóa frænka. Það eru þá 28. Er þetta fólkið allt? Þetta er kannski mistalið hjá mér. Svo eru reyndar helgar með í þessu en þá er yfirleit mun minni lestur svo að þetta eru líklega eitthvað fleiri. En látum hér við sitja. Svo. Hver les þetta og kannski frekar. Hver les þetta ekki? Rétt upp hönd!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli