18. okt. 2004

Já!

Í gær fór ég í bíó. Já, einmitt það. Og afhverju telst það frásagnarvert? Jæja, það væri þó ekki nema fyrir það að myndin var 7 og hálf klukkustund að lengd, og úngversk.

En myndin var hörkugóð, full löng en alveg bara fín sko. Ég verð reyndar að viðurkenna að síðustu tveir tímarnir tóku á, andlega og líkamlega.

Myndin byrjaði vel. Eftir korters opnunaratriðið, þar sem átján kýr voru í aðalhlutverki og raunar eina hlutverkinu, hóftst myndin fyrir alvöru. Hún hafði meir að segja söguþráð og spennuelement. Sem máski er nauðsynlegt ef á að keyra mann niður í sæti í sjö klukkustundir plús. En svo voru það síðustu tveir tímarnir sem fóru í hálfgert rugl. Söguþráðurinn leystist einhvernveginn upp. Senurnar urðu lengri og lengri og undir lokin var þetta orðið að einhverju "listrænu kjaftæði". Eða var það kannski bara ég og einbeitingin sem voru hætt að virka?

Hvað um það. Það verður einhver bið á því að ég fari aftur á 7,5 klst langa úngverska kvikmynd.

Hér eru upplýsingar fyrir áhugasama. Ég veit svo sem ekki hvar fólk ætti að geta nálgast hana. Þetta var one time onlí þarna í filmmuseum.

Engin ummæli: