7. okt. 2004

Já - ég drekk yfirleitt fjórfaldan espresso. Allt upp í þrjá þannig á dag. Einn að morgni, einn eftir skóla og þann þriðja fyrir háttinn. Ég hef heyrt um fólk sem ekki getur drukkið kaffi seint að kveldi. Það vona ég að verði ekki örlög mín. Það vona ég ekki að verði örlög mín. Mér finnst alltaf jafn heillandi hvernig hægt er hengja ekki á mismunandi staði í setningum. Mér finnst ekki alltaf jafn heillandi hvernig hægt er að hengja á mismundandi staði í setningum.

Dagskrá dagsins (eðli málsins samkvæmt):

Nú þegar hefi ég lokið við sturtuferð og netvappi.
Morgunverður með BBC news í botni.
Fjórfaldur Espresso ásamt lestri á Foucault.
Matarsnæðingur með Karinu niðri í skóla.
Bókasafnsferð til að ná í ljósrit og jafnvel eina bók.
Haldið á ný heim til að lesa meiri Foucault.
Hitaðar leifar gærdagsins og etnar ásamt með Heineken Bock.
Horft á kvikmyndina Easy Rider og póst-klassísk einkenni hennar skoðuð.
Fengið sér fjórfaldan espresso og lesið dálítið í Foucault.
Farið í háttinn.

Er þetta týpískur fimmtudagur. Jú, mikið rétt. Svona eru fimmtudagar mínir, sjúkir er fagrir. Gulir eru straumar þínir, hland mitt í skálinni.

Engin ummæli: