12. des. 2004

Færsla 404

Hér verður ekki bloggað um fótbolta. Hér verður bloggað um sunnudaga.

Sunnudagar. Þeir eru í Amsterdam óskaplega huggulegir. Líklega eru reyndar sunnudagar að vetri einir mínir uppáhaldsdagar. Þessi hér í dag er einstaklega fínn. Hófst með því að ég fylgdi föður mínum á brautarstöðina og hjólaði svo að framtíðarheimili mínu á Zaar Peterstraat og hitti hina fögru Annelies til að láta hana hafa nokkur skjöl. Annelies ætlar að leigja mér íbúðina sína á meðan hún verður í Ameríku hjá honum Roger sínum. Ég kom fyrir parketti í þeirri íbúð ásamt Roger fyrr á þessu ári. Ég veit því að hverju ég geng. Að minnsta kosti á hverju ég geng.

En nú ætla ég að skrifa eitthvað gáfulegt um Marlboro. Alveg í einum rikk - þar til Haukur kíkir í hinn venjubundna rúnt á miðvikudaginn. Pizzapleisið - billibarinn. Einfalt en gott.

Svo nokkrir aðrir dagar í Marlboro + Spagettívestra og þá verða jólagestirnir komnir. Vei!

Engin ummæli: