Hollendingar - ágætir svo sem en ekkert sérlega þjónustuglaðir.
Á flestum stöðum hér í landi má finna svo kallaða "þjónustufulltrúa", í súpermarkaðunum, í bankanum, í leigumiðluninni, í skólanum, á bókasafninu, á lestarstöðinni o.s.frv., a.m.k. svona upplýsingafulltrúar og jafnan eru þeir fyrsta bás sem blasir við þegar komið er inn á viðkomandi staði. Hins vegar, sé maður svo ólánsamur að þurfa leita upplýsinga hjá þeim þá er svarið jafnan, het weet ik niet, ellegar neem, dat kan niet sem útleggst á íslensku, það veit ég ekki og það er ekki hægt. Oft minnir þetta mig á Radíusflugurnar í denn sem yfirleitt fjölluðu um þjónustufulltrúa sem sögðu, nei, það sé ekki hægt.
Pirraður - Tja - þegar maður kemur móður og másandi á leigumiðlun vegna tryggingarupphæðar sem búið er verið að rukka mig um í mánuð, fimm mínútur yfir þrjú og segir glaðhlakkalega, halló ég er kominn hingað langa leið til að greiða ykkur péning, og svarið er: nei, það er ekki hægt, innheimtan er bara opin til þrjú. Hvergi nema í Hollandi neita fyrirtæki manni um að borga greiðslu sem í sjálfu sér er algjört formsatriðið bara vegna formsatriða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli