9. des. 2004

Það er fimmtudagur. Níundi desember. Þegar ég vaknaði var ég harðu á því að það væri föstudagurinn þrettándi. Var að átta mig á því fyrir stuttu að svo er ekki.

Ég fékk útrás fyrir málfræðinördismann í mér í nýrri grein á sellunni. Það er ágætt af og til að fá svona útrás og nú get ég einbeitt mér á ný við kjaftæðið um ljósmyndir.

Annars þakka ég Sveini bróður mínum fyrir stórskemmtilega heimsókn. Það var gaman. Gaman saman.

Tannverkurinn hefur minnkað eitthvað. Mig grunar þó að það sé að þakka Advil pillunum sem ég er búinn að bryðja síðustu klukkustundirnar. Allur hálf dofinn eitthvað í skrokknum. Ég hristi það af mér fyrir partýið í kvöld. Hin huggulega Roni frá Ísrael heldur partý handa Film Þeórí bekknum og ég mæti með lítra af brennivíni. Efast um að það verði klárað.

Engin ummæli: