Sæta Johanna sænska sem ég er svo skotinn í bauð til veislu í gær. Ég ætlaði að nota kvöldið til ritgerðasmíðar en stóðst ekki sindrandi augu hennar sem lýstu upp sál mína undan ljósu lokkum.
Svo ég fór í veislu í gær. Sem var bráðskemmtileg og endaði með því að ég söng og spilaði á gítarinn um klukkan 2:30 í nótt.
Get ekki sagt að ég sé mjög pródúktívur í dag. En svona reyni mitt best. Heimsótti þó hina huggulegu Annelies í hádeginu og skrifaði undir húsaleigusamning og fékk hjá henni lykla.
Eftir fjóra daga verð ég eigin herra hér í bæ, ekki upp á einhverja druslu stúdentaleigumiðlun kominn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli