19. des. 2004

Sunnudagur - ekki þunnudagur - enda ekkert drukkið þessa helgina

Nei, Hjörtur það er ekki satt! Jæja, jæja. Maður skutlaði sér nú svosem í búðina í gærkvöldi til að kaupa eina rauðvín með matnum. En það var nú bara til þess að halda upp á ritgerðarlok. Jú, ég lauk við Marlbororitgerðina í gær. Einum degi á eftir á ætlum (en tveimur á undan skilafresti!!)

og niðurstöðurnar?

There may not be a universal meaning that does not change through history, a ?one true meaning?, but The Myth of Marlboro Country comes very close to being one!


Þar hafið þið það.

Í dag: Skrifuð 1500 orð í Spagettívestraritgerðinni.
Á morgun: Skrifuð 1500 orð í Spagettívestraritgerðinni.
Á þriðjudag: Gestagangur

Jólagjafalisti

Nýir hátalarar fyrir diskaspilarann
Nýr diskaspilari
Acoustic með John Lennon
Filth eftir Irvine Welsh
Heimsfriður

Engin ummæli: