Leiðbeinandinn minn skrifaði mér rétt í þessu tölvupóst og bauð mér að framlengingu á skilafresti. Ég bað ekkert um svoleiðis en er þó ekkert að afþakka slíka framlengingu. Stefni þó samt á skil fyrir helgi - fyrst maður hafði stefnd á því í upphafi.
Læt þetta ekkert slá mig út af laginu.
Annars var það svólítið merkilegt er við bræður fórum til Zaandam - eða öllu heldur Zaanse Schans og kíktum á vindmillurnar frægu. Ákváðum að fara inn í eina til að skoða hvengig þær virka. Í miðasölunna tók kona á móti okkur og rukkaði um túkall og hálfan á mann. Svo spurði hún hvaðan við kæmum. Hvaðan við komum? Jæja, wij komen uit Ijsland. Ijsland svaraði hún með spenning í röddinni even wachten. Svo dró hún fram bækling á íslensku um litamilluna litlu í Zaanse Schans. Þetta þótti okkur bræðrum merkilegt og lásum hann líka upp til agna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli