Það má segja að ég sé kominn í jólaskap. Ég fór nefnilega á pósthúsið áðan. Ekki til að senda jólakort heldur til að senda reikninga. Mundi að ég á inni talsverðan pening hér og þar. Og þar sem eini handrukkarinn sem ég þekki er kominn í fangelsi þá verð ég bara að gera þetta sjálfur, með hjálp póstþjónustunnar.
Enn hafa engin rétt svör borist við getrauninni. Er því mál tilkomið að varpa fram vísbendingu 2.
Vísbending 2. Er gatan staðsett á svæði 101 í Reykjavík. Sker hún þrjár af hinum götunum sex þvert, frá suðri til norðurs.
Kannski það ýti undir svör að veita verðlaun. Verða verðlaunin því eina jólkortið sem ég sendi þetta árið. Það er því til mikils að vinna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli