27. des. 2006

Þessi bloggur

Þessi bloggur var búinn til til að miðla fréttum af sjálfum mér í Amsterdam. Það þótti vinsælt hjá vinum og kunningjum sem ekki máttu sjá mitt fríða fés nema sjaldan. Þá þótti sú nýbreytni sérlega vel heppnuð er ég fór að birta hér myndir af daglegu lífi mínu í Hollandi. Undanfarið ár og rúmlega hef ég vart fundið hjá mér þörf til að veita fólki fregnir af mér í gegnum þennan miðil enda er ég í vikulegum tengslum við þá flesta sem áhuga hafa á að heyra af mér. Það eru þá ekki nema vinir og kunningjar í útlöndum sem kíkja hér reglulega til að sjá hvað ég er að fást við.

Nú, hins vegar, verður breyting á. Út skal ek á ný og mun þá fréttabrjef frjálsa endurvakið. Þá þykir rétt að umbreyta útliti síðunnar. Ekki dugir að hafa í haus mynd af húsaþyrpingum í Amsterdam og vart við hæfi að birta af mér mynd utan við Brouwerij 't IJ.

Mega lesendur því búast við tíðari uppfærslum hér, raunverulegum frásögum af sjálfum mér en ekki eintómu blaðri um ekki neitt. Myndbirtingar munu sömuleiðis aukast.

Þetta geri ég í þeirri trú að vinir og kunningjar og einhverjir ókunnugir mér, hafi einbeittan áhuga á öllu því sem mér tengist.

Við getum kallað þetta nýársheit/breyttar áherslur.

Gleðilega hátið og góðar stundir

5. des. 2006

Sjórinn

Það var gaman að sjá hann engjast og æsa sig í sjónvarpinu í gær. Hann þarna formann frjálslyndra.

Hvað er frjálslyndi flokkurinn annars?

4. des. 2006

National

jú það er magnað hversu munar að hafa lokið kennslu og hafa það ekki alltaf hangandi yfir sér að þurfa að undirbúa fyrirlestur. fara bara úr vinnunni og vera kominn í frí. orkan eftir því. þá getur maður líka notað tímann í bóklestur og kannski greinaskrif og svo náttúrulega undirbúning fyrir búferlaflutninga.

úff - búferlaflutningar!

29. nóv. 2006

Ákvörðun

Eftir langa og erfiða fæðing spratt fram alsköpuð hugmynd, blaut og köld. Búferlaflutningar hefjast 29. desember. Þá verður flutt til Gautaborgar með viðkomu í Lundúnabæ. Fagnað verður áramótum þar. Hvernig sem farið verður að því. Mér líst svo sem vel á brú á miðnætti. Í fyrra var það á þaki í Berlín, þar áður í lyftu í Amsterdam. Brú í London er alveg í takt við það.

En sum sé... á nýju ári verður heimili mitt hér!

21. nóv. 2006

Við tölvan

Við tölvuna hefi ég setið síðan í gær.
Eftir oflangan vinnudag er mér ætlað að undirbúa kennslu. Ég get ekki með neinu einasta móti haft mig í að vinna meira í dag. Enda búinn að vera í vinnunni alla daga síðan 6. nóv. Það hægist um í desember.

Ég er bara búinn að vera að kíkja á gamlar bloggfærslur. Mikið var nú huggulegt hjá mér í útlöndunum á sínum tíma. Vonandi verður jafn huggulegt hjá manni í útlöndunum eftir áramót.

Húrra!

16. nóv. 2006

Hreggi

Vinur minn: Hreggi - hann á afmæli í dag

hann er þrítugur í dag

til hamingju með það elsku elsku vinurinn minn!!!


ég drekk þína skál í kvöld

Pixies og mannanafnanefnd

Mér finnst Kim Deal bara rosalega sexí.

a.m.k. flottasti 45 ára gamli bassaleikari sem ég veit um!
kannski á Bragi Ólafsson eftir að slá henni við á föstudaginn!?


Annars gat ég ekki orða bundist um mannanafnanefndarfumvarpið hans binga

SJÁ: VETTVANGUR.NET

14. nóv. 2006

Bingi og frumvarpið

Ég verð að segja að ég botna ekki í frumvarpinu hans Binga og félaga varðandi mannanafnanefnd. Eftir því sem ég sé best virðist hann leggja til að skrifræði og geþóttaákvarðanir fái að ráða í stað faglegrar umsagnar nefndarinnar. Ekki frá því að frumvarpið sé hreinlega bara heimskulegt.

kannski misskil ég - skoða það betur

10. nóv. 2006

kvöldið í kvöld

stundum á maður bara að gera það sem maður vill
stundum á maður bara að segja það sem manni finnst

stundum vildi maður að maður hefði bara akkúrat gert það


annars: mýrin var góð
og: til hamingju sölvi

6. nóv. 2006

Láta ekki standa

neinei - kannski er hann fínn sykurmoli - hvernig væru þeir svo sem án hans.
svo er það bond. ég hef tröllatrú á Craig. Þeir sem t.d. sáu hann í Layer Cake hljóta að vera spenntir. ég er amk spenntur.
Nóg um að vera að venju. og prójectið leynilega í fullum gangi. svo vetrar hratt og myrkvast og erfiðara að vakna á morgnum sem er líklega í beinu sambandi við hversu erfitt er að sofna og bara sofa á nóttunni.
held ég sofi á röngum stað ...............................................

5. nóv. 2006

sykurmolar

ég ætla á þessa tónleika. miðinn kominn í hús. þetta verða fyrstu, og líklega síðustu sykurmolatónleikarnir mínir

ég kvíði þó einu


einari erni


einhvern tíma heyrði ég sögu. um að eitthvert erlent útgáfufyrirtækið hefði boðið sykurmolunum milljóna samning. eina skilyrðið: losa sig við einar örn


mér: finnst sagan trúverðug

2. nóv. 2006

Lífsmark?

Hér er lítið um að vera. Mikið um að vera í vinnu hins vegar. Líklega of mikið.

Er vettvangur.net þar er meira um að vera.

Kannski einhvern daginn megi sjá staf eftir mig þar. Kannski bara.

Er þetta íslenskur vetur sem koma skal. Frost og úrkomulaust einn daginn. 15 gráðu hiti og rigning þann næsta? Hollenski veturinn var dálítið þannig. Nema frost í eina viku. nokkrar gráður og rigning þá næstu. Á Íslandi eru öfgarnar meiri. Ekki skrítið að við séum svona öfgafull þjóð.

"Keyrum á pikköpp, veiðum hval, kaupum Danmörku, döfull skulum við vinna júróvísjón!!"

Áfram Ísland!

Í gærkvöldi sá ég börn á vappi í Þingholtunum klædd í skuggalega búninga. Hugsaði ekki út í það fyrr fyrr en ég mundi eftir Hrekkjavökunni. Í gær var sum sé allraheilagramessa, hrekkjavaka er haldin kvöldið fyrir allraheilagramessu. Sú hefð að halda hrekkjavöku er varla rík á Íslandi. Ekki partur af menningunni hér. Þess vegna er það ekki undarlegt að fólk misskilji konseptið og haldi hrekkjavöku degi of seint. Ég spyr mig hins vegar: af hverju finnur fólk hjá sér þörf til að halda hrekkjavöku? Er þetta Ameríkuvæðing? Varla áhrif frá Írlandi. En jæja. Fólk má mín vegna halda hrekkjavöku hér á landi. Jafnvel 1. nóvember ef því sýnist svo.

Skondnir svona hlutir sem tilheyra menningu í Evrópu, flytjast til Ameríku og eru svo kynntir aftur fyrir Evrópu sem eitthvað amerískt og kúl. Pizzan t.d.

26. okt. 2006

fótur skeggja

þó að fótur skeggja hafi þvælst fyrir honum á lífsleiðinni er það ekki svon að hann hafi viljað losna við hann. ekki beinlínis. þó vissulega geti verið að fótur sé fyrirmál í skammdeginu. en það sem máli skiptir er ekki endilega brennimerkt á höfuð manns. tungulipurð skiptir líka sköpum. það gerir limur manns studnum líka. en bara stundum. og þá má ekki gleyma því að fótur er limur. en hvað þá með tunguna?

25. okt. 2006

mannshjartað

það er undarlegt mannshjartað. það er skrítið að vakna. þarna hefst hann enn á ný. dagurinn. og hvað hefur hann annað fært manni en kvíða fyrir kvöldinu. heima er best segja sumir. aðrir ekki. svo eru líka aðrir sem eiga ekkert heimili. þeir hafa það líklega betra en þeir í miðjunni. manneskjan. í manneskjunni býr mannshjartað. við eru manneskjur ég og þú. í brjósti okkar mannshjartað. á milli bókanna situr manneskjan og síðunum hvíla augun hennar. augu mín á henni. það er undarlegt mannshjartað. oft svo hart en mjúkt í senn. stundum brostið. bresta hörð hjörtu frekar en mjúk? brotna kannski hörð hjörtu en bresta þau mjúku? og hvað er ég að tala um brostin hjörtu? ekki spyrja mig, eitt leiddi af öðru. eitt leiðir yfirleitt af öðru. það er yfirleitt ástæða fyrir því. mannshjartað er mín ástæða.

24. okt. 2006

unnið að ýmsu

nótt komin og ég sit og sinni smá verkefni. stórmögnuðu verkefni sem samt er ótímabært að ræða nánar. en það er kúl...

23. okt. 2006

Þessa dagana notast ég við tvær tölvur og þrjá skjái við vinnu mína. Það er nokkuð grand. Þó meðaltölvuforritara þyki að líklega smáræði. En auðvelt er að gleðja auma sál og aum sál er ég vissulega. Annars leið fimm-daga loftbylgjuhelgi hratt en ekki átakalaust. Ég finn fyrir því í skrokknum mestmegnis. Kannski laufsópið í gær eigi líka sinn þátt í harðsperrunum. Ekki var mikið dansað á þessum tónleikum. En drukkið. Svo skrokkurinn er í rusli í dag og verður það líklega næstu daga. Andinn, tja, merkilegt nokk er andinn á hærra plani en búast mætti við miðað við aðstæður. Kannski er maður orðinn samviskulaus eftir áföll fortíðarinnar. Hvur veit? En það verður ekkert lát á djamminu. Fabian kemur á miðvikudag og þá hellum við okkur í það saman og svo er ég hættur að djamma fram að áramótum. Hvar sem þau verða nú haldin. Kannski í London. Haaaaaa.

En nú andar suðrið

ég bið að heilsa!

16. okt. 2006

Óþolandi

Svo smá er íbúðin að skítalykt leggur yfir hana alla þegar maður hefur lokið sér af. Og hver er annars tilgangurinn að búa með reykingamanneskju þegar aldrei finnast eldfæri á heimilinu!? Ekki hægt að kveikja á kertum hér. Svo ég verð að opna glugga og frjósa.

I wish I was a lesbian raulaði ég í vinnunni í dag. Lagið er skemmtilegt og ég gat ekki stoppað mig. Hins vegar barst tónlistin til mín í gegnum heyrnartól svo enginn annar heyrði hana, bara mig endurtaka þessi orð.

Oh well...

13. okt. 2006

Breskur fáni!!

Eigi einhver breskan fána til láns má sá hinn sami endilega mæta með hann í veisluna í kvöld eða koma honum í mínar hendur með öðrum leið um. Einnig er óskað eftir hermannaklossum og rauðum axlaböndum.

sjáumst svo í kvöld!!!!!!!!!!!!!

11. okt. 2006

Afmæli

Jú - víst varð ég þrítugur fyrir meira en mánuðir. Ekki fannst tími til að halda veislu þá. En nú fannst tími og vegna fjölda áskorana verður haldin veisla!

59 ára afmæli Hjartar og Hugleiks verður haldið föstudaginn 13. okt.

Þemað er BRESKA HEIMSVELDIÐ. Verðlaun fyrir brezkt klædda aðilann.

Inivítasjón er munn frá munni. Til þeirra sem okkur þekkja. Sem merkir að þér er boðið!
Hafðu samband til að fá nánari staðsetningu!

6. okt. 2006

Tímamót?

Jú, vissulega. Í gærkvöldi lauk áfanga hér í vinnunni. Lokið var við verkefni síðasta hálfs árs. Loksins. Nýtt verkefni tekur nú við. Minna en stórt engu að síður. Meira má ég ekki segja um það enda búinn að undirrita trúnaðarsamning. Ég er bundinn trúnaði. Þó get ég sagt að í dag hef ég fræðst mikið um þetta.

Áhugavert!

Í dag er föstudagur og í kvöld kvöld föstudags. Ég ætla að horfa á sjónvarpið. Aldrei þessu vant. Mér líst vel á þetta. Nú eða þetta. Mark Ruffalo er góður leikari. Svo reit ég amk í fyrirsögn í málinu eitt sinn.

4. okt. 2006

Allt

Segir þetta ekki allt:

But greed is a bottomless pit
And our freedom?s a joke
We?re just taking a piss
And the whole world must watch the sad comic display
If you?re still free start running away



Amk svo margt!

Þegar maður sefur ekki á nóttunni sækja að manni hugsanir. Þess vegna á maður líka ávallt að geyma skrifblokk og penna á náttborðinu. Ekkert slíkt hafði ég við hlið mér í nótt og því reit ég ekki niður alla snilldina sem ásótti mig andvaka.

Það er annars ekki fjör að geta ekki sofið.

3. okt. 2006

Af hetjum

Stundum á lífsleiðinni verða viðburðir sem líklega verða manni ógleymanlegir. Í gær held ég að einn slíkur hafi orðið í mínu lífu þegar ég sá myndina Leiðin til Guantanamo og hlustaði svo að því loknu á þá félaga Asif Iqbal og Rhuhel Ahmed sem myndin fjallar um. Þeir máttu dúsa í fangabúðunum á Guantanamo í um tvö ár og sæta þar pyndingum og meðferð sem flestu sómasamlegu fólki myndi ekki einu detta í huga að beita dýrum.

Það er ekki oft sem maður hittir sannar hetjur en í gær hitti ég tvær slíkar. Þegar það gerist er eins og líf manns eða lífsviðhorfið taki örlitlum breytingum. Ekki vegna þess að maður vissi ekki fyrir hvaða hrottafengnu glæpi og ólýsanlegu mannréttindabrot bandaríkjamenn hafa stundað á Guantanamo og víðar um heim undanfarin ár. Það er þegar maður horfir í augun á fólki sem hefur mátt upplifa þessar hörmungar á eigin skinni og eigin sál að eitthvað vaknar innra með manni sem er svo ólýsanlegt. Þegar ég las úr augnaráði þeirra svo mikinn styrk og svo mikla von áttar maður sig kannski á því hversu lítilfjörleg manns eigin vandamál eru en um leið eflist maður hið innra og vaknar með manni sú trú að kannski, einhvern daginn, munum við sigra þessa yfirgengilegu grimmd. Ekki með ofbeldi og stríði heldur innri styrk og þeirri trú að við getum sigrað að lokum. Þegar við sjáum menn sem ekki láta bugast heldur standa uppi sem sannir sigurvegarar.

Í kvöld munu þeir Iqbal og Ahmed lýsa reynslu sinni og taka þátt í pallborðsumræðum ásamt á vegum kvikmyndahátíðarinnar og Amnesty International í Iðnó klukkan 18:00.

2. okt. 2006

Titill

Mér hefur verið bent á að kannski sé ekki heppilegt að láta síðustu færslu standa sem síðustu færslu. En hér er lífsmark. Þó það sé ekki ýkja greinilegt.

Hér gæti ég sagt frá helginni en allar nákvæmar útlistanir á henni koma ykkur lesendum fátt við. Það skal þó upplýst að ég hitti Gommit og ég fór á Sirkús og fríkaði þar út og kom mér svo heim áður en fríkið yrði of fríkað. En KGB fær samt bestu þakkir.

Samkvæmt mínum útreikningum hefði verið heillavænlegast að myrkva borgina í mars. Í það minnsta kemur fram í gögnum frá veðurstofunni að, ef marka má veðurfar síðustu áratuga eru minnstar líkur á skýjuðu veðri í mars. September er hins vegar þriðji skýjaðasti mánuður ársins. og hvað er veðurfræði svo sem annað en líkindareikningur byggður á fyrri reinslu? Spyr sá sem ekki veit. En þess utan þótti mér myrkrið fallegt, ef myrkur má kalla því auðvitað gátu Reykvíkingar ekki látið vera að keyra um á bílunum sínum þennan hálftíma og náttúrulega með háuljósin á þarna í skugganum.

Jasvei.

26. sep. 2006

Ekki dauður enn

Ég veit ekki hvort segja megi að hurð hafi skollið nærri hælum í gær. En í það minnsta var útlitið svart um stund.
Ég vaknaði með verk fyrir brjóstinu, en hugsaði svo sem ekkert meira um það. Harkaði af mér, beit á jaxlinn og hrækti eins og karlmenni. Ég gekk til vinnu en þegar þangað var komið var verkurinn orðinn sár og ég farinn að finna sterkan púls upp í háls. Þegar ég svo fékk aðsvif fannst mér tímabært að hringja í lækni. Ég sagði honum eins og var. Viðbrögðin létu ekki standa á sér:
?Hringdu í sjúkrabíl núna, ég hef samband við hjartadeildina á Landspítala þegar í stað.?
Ég hringdi í sjúkrabílinn og á meðan ég beið rann ævi mín fyrir sjónum mér. Ég hugsaði um góð sumur í Svarfaðardal, fyrsta skóladaginn fyrir 24 árum, fyrsta kossinn, fyrsta fylleríið, árin tvö í Amsterdam, o.s.frv. Jú, ævin hafði svo sem verið góð hingað til, no regrets, svo ég var ekkert allt of stressaður þegar ég steig loksins upp í sjúkrabílinn. Þar var ég mældur í bak og fyrir og svo brunað með mig á slysó. Það var svo sem huggulegt þarna í sjúkrabílnum, þó að ég óski þess að þurfa aldrei aftur að þiggja far með slíkri bifreið.
Á sjúkrahúsinu voru gerðar á mér allar hugsanlegar mælingar; hjartalínurit og blóðprufa, röntgenmyndir teknar, hitinn mældur og eitthvað annað sem ég kann ekki að nefna. Hjartað úrskurðað í góðum gír og lungum líka: Ég er líklega ekki að drepast. Sendur heim með verkjalyf í poka.
Er það þá svona sem fertugsaldurinn byrjar?

22. sep. 2006

Hjólið

Fyrir nú utan það að vera umhverfisvænsti ferðamöguleikinn, heilsusamlegasti og ódýrastur í rekstri.

oh hananú!
Mikið er það gleðilegt að maðurinn sem er formaður umhverfissviðs Reykjavíkurborgar er sá sami og sagði:

"Reykvíkingar hafa valið og þeir hafa einkabílinn"


Og ég er með lausn hvernig forðast má þetta vandamál: Ekki nota IE!

Önugur?

Önugur segir Gulla. Hundfúll er kannski rétta orðið. Alveg brjálaður

- stuna -

Í gærkvöldi lá ég einn heima í vondu skapi og tók til í My Documents. Þar voru svona skjöl á reiki frá því í A'dam. Fullt af gæðastöffi. Dagbókarskrif. Bréf til vina. Smásögur nokkrar sem ég reit. Ein meir að segja býsna góð og sem ég man ekkert eftir að hafa verið að skrifa. Hlýtur að hafa verið gert í áfengis- eða hassvímu eitthvert góðkvöldið. Svo ljóðabálkur sem Miss Notley skrifaði um okkur eldhúsfélagana. Þá fékk ég fiðring og hugsaði til fyrstu viknana í Amsterdam. Það var góður tími. Svo fór ég að lesa færslu frá afmælisdeginum mínum fyrir þremur árum:

"Jeg heiti Heine. Studentanumerid mitt er 0317977. Jeg er 27 ara.

Jeg by a Dolhaantjestraat. Dolhanntje thydir Brjaladur Hani, ollu heldur litill brjaladur hani, thvi -tje er smaikkunarvidskeyti i hollensku (jamm jeg er nemi i malvisindum sko). A Dolhaantjestraat 20 bua um 60 manns. Husinu er skipt upp i 5 kommunur thar sem 12 manns deila saman klosetti, sturtum og eldhusi. I minni kommunu erum vid reyndar bara 7. Jeg, danska parid Kristjan og Lovisa, kinverska Li og kinverska An, nysjalenska Anna og finnska Lisbet (jeg er ad visu alls ekki vissu um nofnin a thessu lidi en eitthvad verd jeg ad kalla thau ekki satt). Jeg og Kristjan og Lovisa tokum okkur saman i morgun og stofnudum kommunusjod, skipudum nysjalensku stelpuna sem formann og finnsku sem gjaldkera. Svo akvadum vid ad redda okkur husgognum sameiginlega. Jeg kalla thetta Islensk-Danska verzlunarfjelagid...

Kristjan og Lovisa aitla ad elda handa mjer mat i kvold. Jeg skaffa raudvin, svona i anda Islensk-danska verzlunarfjelagsins. Tha verdum vid buin ad saikja okkur sofann og hilluna sem vid saum i ruslagami i morgun. Islensk-danska verzlunarfjelagid er med stor plon. vid aitlum t.d. ad utbua fana til ad henga i fanastongina sem er fyrir utan Dolhaantje. Thar a ad vera merki Islensk-danska verzlunarfjelagsins: Litill, brjaladur hani...

A Dolhaantje eru tveir residents assistants their heita badir Jeorone. Samkvaimt ordabok Islensk-danska verzlunarfjelagsins merkir Jeorone einmitt profastur a hollensku.

Jamm jeg heiti Heine. Jeg by a Litla, brjalada hananum. Jeg er 27 ara."


Svona var nú það. En það er föstudagur og best að halda áfram önugheitunum. Það er þó ágætt að í öllum þessum önugheitum er ein manneskja sem veitir mér heilmikla sáluhjálp. Takk fyrir það.

20. sep. 2006

Stefán Jóhann Stefánsson

Þegar ég er orðinn stór ætla ég að vera eins og Stefán Jóhann Stefánsson.

Kværulant ku svona menn kallaðir.

Yndislegt

Tölvupóstur

Fólk sem gefur bara upp netfang þegar það auglýsir íbúð til leigu en svarar svo ekki póstinum er fífl.

Einnig tel ég að það ætti að standa í landslögum að leiguverð á fermetra fari ekki yfir 1.000,- krónur.

Hinn frjálsi markaður er engum til góðs nema kapítalistasvínunum sem ekkert gott eiga skilið hvort eð er.

Jú - svo mætti ríkið taka einkabílinn eignarnámi og þjóðnýta. Í staðinn mætti smíða fullkomnasta strætókerfi í heimi.

18. sep. 2006

Af engu

Hvað eru draumar? Mig dreymdi svo undarlega hluti nótt. Þegar ég vaknaði var ég ekki alveg viss hvort um draum hafi verið að ræða.
Er það varla enn.

En mánudagur. Reis snemma úr rekkju og klæddi mig í tilveruna eina ferðina enn. Stundum væri yndislegt að þurfa ekki að klæða sig heldur svífa nakinn um einhversstaðar hvergi.

14. sep. 2006

Magnið

Þá er Magnið hætt og við getum farið að snúa okkur að öðrum hlutum, t.d. að ráðast á græðgi á húsaleigumarkaði og velta upp almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.

t.d.

11. sep. 2006

Myndir

Áhugasamir og hnýsnir geta nú skoða sér til gamans myndir frá ferðinni miklu frá Prag til Risan og aftur til baka.

Hér á orðinu myndir sem skrifað er hér: MYNDIR

10. sep. 2006

veikindahelgi

helgindaveiki



hitinn hefur soðið á mér heilann

iii

Joe, Ameríkaninn sem allir elska, sagði við mig nóttina sem ég varð þrítugur, þegar hann hélt ég væri ofsa sorrý að vera orðinn árinu eldri: Don't worry, thirties is the new twenties. Orðin heyrði ég svo endurtekin í CSI Miami nokkrum dögum síðar. Það hljómar samt ofsalega katsí. Nú getur maður farið að hegða sér eins og tvítugur á ný.

Í sjónvarpinu sá ég svo í dag á bol einhverrar konu: Brunette is the new blonde.

Það er greinilega margt að breytast. AMK í henni Ameríku.

8. sep. 2006

Veikur

Veikur heima - dauði og djöfull

Ég nota þá tækifærið og prófa skjá-bíó foreldra minna.

bleh

4. sep. 2006

"Skilaboð mín til heimsins eru þessi: Komið fram við okkur eins og við komum fram við ykkur"


Svo komst Bush að orði.

Af fíflum

Einhvern tíma voru hestaþjófar réttdræpir? Eða var það ekki. Það sama finnst mér eigi að gilda um hjólreiðaþjófa. Ég er almennt á móti dauðarefsingum en gera má undantekningu í þessu tilviki. Endilega drepið þann sem stal hjólinu mínu síðasta laugardagskvöld. Eða var það sunnudagsmorgun? Á sjálfan afmælisdaginn?

Dauði og djöfull...


Svo finnst mér líka að heimila ætti pyndingar á fólki sem rukkar 100.000 kr. fyrir 50 fermetra kjallaraholu í þingholtunum.

1. sep. 2006

Íbúð óskast

Ég er kominn til Íslands. Hefði betur verið kyrr í Gautaborg.

Mig vantar íbúð!

Veit einhver um íbúð sem ég get leigt í einhvern tíma. Helst nálægt vinnustöðum mínum í miðri Reykjavík.

28. ágú. 2006

Engar myndir

ekki vildu simafyrirtaikin leyfa mer ad posta myndirnar a flickr. Liklega hefi eg gert eitthvad rangt.

Eg sny aftur a midvikudaginn

Haldid mer veislu thegar eg kem, t.d. a fimmdudag.

Svikinn var eg um ibudina - veit einhver um ibud til leigu nalaigt midbainum?

Hjalp

Hjalp

Eg er sum se i gautaborg

9. ágú. 2006

Ferdin mikla

Ferdin mikla hefst i dag. Lent í Prag í kvöld. Ef simafyrirtaiki heimsins leyfa mun ég posta myndir vid og vid hér.

7. ágú. 2006

Från Göteborg

U eller nogot

Eda eitthvad

her er amk 30 stiga hiti og sol og fatt annad ad gera enn ad liggja i Slatholmen og bade sig. Eller hur?

A hinn verdur svo farid til Prag

Prag bok hefur verid keypt og road atlas um evropu

grill hja tengdo nuna besta ad mingla

bk

h

21. júl. 2006

föstudagsgetraun

Svarið við síðustu getraun var að sjálfsögðu Poke a Pal!

Talandi um góð lög þá verður ekki hjá því komist að nefan Visions of Johanna sem eitt af betri lögum heims. Amk eitt af betri lögum Bob Dylan. Og hvað er svo sem Bob Dylan annað en heimurinn. Eða í það minnsta hluti af heiminum.

Utan þessa hrings er veröld mín...

Til að bregðast við fátíðum heimsóknum á þessa síðu er ég að hugsa um að minnka uppfærslutíðni hér. Í anda Strætó.

19. júl. 2006

Ofurmennið

Menni - i-hljóðverptur maður
Kvendi - i-hljóðverpt kona
Fygli - i-hljóðverptur fugl

Ofurmenni, tálkvendi, illfygli.

Eðlisbreyttir aðilar.

Er i-ending þarna einhverskonar einkunnarending?

Hvað segja málfræðingar?

15. júl. 2006

Heimsmeistarakeppni

Áhrifa heimsmeistarakeppninnar í fótbolta gætir víða. Sunnudaginn 9. júlí voru heimsóknir á þessa síðu í sögulegu lágmarki. Eins og sjá má.





Áhrifa nýrrar borgarstjórnar gætir strax. Þjónusta strætó verður skert og nú þurfum við sjálf að þrífa götur borgarinnar. Úthverfavæðingin verður tvöfölduð og fuglar í borginni skotnir á færi.

Húrra!

13. júl. 2006

Framsóknarflokkurinn

Um þessar stundir gengur Framsóknarflokkurinn í meinta endurnýjun lífdaga.

Öll forystusveitin hefur undanfarið komið fram í fjölmiðlum og tjáð sig um vanda flokksins.

Í þeirri umræðu hefur aldrei komið fram að hugsanlega geti vandi flokksins stafað af ótraustri málefnastöðu flokkins sem hjóti einfaldlega engan hljómgrunn á meðal fólksins í landinu.

Eða er ég kannski bara einn um þá skoðun?

12. júl. 2006

Ferð með Norrænu til sölu

Til sölu er 25.000 króna inneign fyrir ferð með norrænu sem gildir til loka árs.

Tilboð sendist í tölvupósti

hjortur


hjá


gmail


eða í kommentakerfi

Ráð til svindls

Samkvæmt bílaleigusamningi má ég ekki færa bílinn yfir landamæri Króatíu til suðurs. Geri ég það gilda tryggingar a.m.k. ekki.

Hvað er til ráða?

11. júl. 2006

De grote reis door Oost-Europa

ða ferðin mikla um Austur-Evrópu

Nú fer allt að smella saman. Stefnan er fyrst tekin á Gautaborg og þaðan verður flogið til Prag og með góðri hjálp uppáhalds systur minnar verður tekinn bíll á leigu og keyrt:

Tékkland, Slóvenía, Króatía, Svartfjallaland og til baka. Auk þess korter í Herzegóvínu, s.k. inn-út aðgerð.

Hvað segið þið? Einhver ráð, vísbendingar, tillögur?

Annars telst þetta nú líklega meira til Suður-Evrópu. A.m.k. Suð-Austur Evrópu.

6. júl. 2006

4. júl. 2006

World Press

Ég fór með Jóhönnu á útsölu um daginn. Í kringlunni. Á meðan hún keypti sér skó gekk ég um og fylgdist með öllum hliðum mannlegs harmleiks. Ekki hjá samborgurum mínum í kringlunni heldur fólki í útlöndum sem má þola stríð og ofbeldi, náttúruhamfarir og aðrar hörmungar. Í gangi var sýningin World Press Photo.

Ég er enn að reyna að átta mig á hvað mér finnst um að hafa sýninguna í Kringlunni. Gott dæmi um fyrringuna á vesturlöndum eða góð aðferð til að sýna sem flestum hvað við höfum það í raun gott?

Meira um það á Múrnum á Laugardaginn.

30. jún. 2006

Gulli Gulli

Gulli vann

Dog Day afternoon var það

12 Angry Men var hin mynd leikstjórans

Annars hlóð ég þessu niður á tölvuna mína

http://www.tvunetworks.com/downloads/index.htm

og get horft á HM með t.d. kínveskri lýsingu

Vísbending

2. vísbending: leikstjóri myndarinnar hafði áður gert mynd um marga reiða menn.

Föstudagsgetraun

Hvað varð um fuglaflensuna?


Ný borgarstjórn vill útrýma máfum og byggja úthverfi og halda árfram dekrinu við einkabílinn.
Ný ríkisstjórn vill breyta skatta- og lánakerfinu svo að nýtist minnst þeim sem mest þurfa.
Leiguverð fyrir 50 fermetra kjallaraholu er 100.000 krónur í miðbænum.
Kaupverð á sömu íbúð er 15 milljónir.

Mín spá: Ég verð fluttur til útlanda fyrir áramót...


Föstudagsgetraun:

Spurt er um kvikmynd:

1. vísbending: Myndin fjallar um reiðan ungan mann

28. jún. 2006

A new post

OK ? what?s been going on? We have a new government, a new city council, Bubbi has turned fifty and Netherlands and Sweden have dropped out of the World Cup.

It must be ages since I last dropped a line on this blog.

Oh yes! And went salmon fishing last weekend.

And the American army is leaving. Army/military? I?ve never gotten the difference between the two.

?Army (from French armée) can, in some countries, refer to any armed force. More commonly, however, it is only used specifically to refer to a land force of the military.?
Wikipedia

There ? here we have it.

Remember the store Gallabuxnabúðin on Laugavegur? Does it maybe still exist? Well it used to sell those jeans, in all the colours of the rainbow. It was in the beginning of the nineties. Well, my prediction is that soon, these colourful jeans will become a fashion in the next months.

23. jún. 2006

Ég hef verið þögull sem gröfin undanfarinn mánuð.

Hef svo sem ekki annað að segja en þetta.

19. maí 2006

Föstudagsgetraun

Hvað er ég að hlusta á í græjunum?





Önnur auglýsing: Íbúð óskast til leigu á svæði 101 í Reykjavík!




ES. Til hamingju Ísland

18. maí 2006

Íbúð í Gautaborg til leigu

Til leigu er tveggja herbergja íbúð í Gautaborg í sumar (frá 1. júní til 15. júlí). Íbúðin er við Slottsskogsgatan, í fallegu og rólegu hverfi á mjög góðum stað í bænum. Íbúðin er björt og rúmgóð og leigan er á bilinu 30-40 kr. (eftir gengi íslensku krónunnar).

Þannig að ef lesendur þessarar síðu eru á leið til Gautaborgar á umræddu tímabili er um að gera að hafa samband.



Það voru sálfræðingarnir sem komu með svarið/svörin þetta sinnið. Conor Oberst er maðurinn á bak við hljómsveitina Bright Eyes. Ég hélt að svarið myndi aldrei koma. Og við ykkur sem ekki þekkið til Bright Eyes segi ég: Hlustið!


svo á mamma afmæli í dag. hún fær frekari hamingjuóskir

17. maí 2006

getraunin

gelymdi

7. vísbending: umræddar plötur komu út 25. janúar árið 2005

MIðvikudagur/föstudagsgetraun

Ég var að þrífa innkeyrsluna við hús foreldra minna í gær. Það er á Fjólugötu. Fjólugata er einstefnugata og gert er ráð fyrir að bílum sé lagt hægramegin í henni, í beinni línu en ekki samsíða á ská. Enda er gatan ekki breið og gangstéttir báðum megin.

Frá því við fluttum í götuna árið 1992 hefur ekki verð mjög erfitt að fá stæði fyrir bíla sína í götunni. En þó rétt verið svo að íbúar fá stæði fyrir bíla sína og svo einhverjir gestir. En nú er bílaeignin orðin svo mikil að ekki er lengur pláss fyrir bílana bara öðrum megin og hafa margir látið freistast að leggja bílum sínum hinum megin. En þar sem gatan er ekki breið verða þeir að leggja langt upp á gangstétt en engu að síður verður afar þröngt að aka um götuna í kjölfarið. Það er heldur ekki skrítið þegar annað hver maður keyrir um á stórum amerískum pallbíl.

En sem sagt, í gær þar sem ég stóð úti og vara að hreinsa innkeyrsluna hjá foreldrum mínum (já, þau eru að mestu laus við þennan vanda að finna sér stæði í götunni) keyrir maður hjá, einmitt í einhverskonar pallbílsafbrigði af jeppa, og kallar til mín að það sé allt of þröngt að keyra þessa götu. Ég varð afar glaður og hélt að þarna væri loks kominn skoðanabróðir minn um yfirgengilega bílaeign og gekk til hans og sagði einmitt að bílarnir væru of margir og ættu ekkert með að leggja vinstramegin í götunni, enda væri það upp á gangstétt sem stríddi gegn umferðalögum. ?Einmitt,? hrópaði hann, ?það þarf að rífa upp þessa gagnstétt og breikka götuna, það er allt of þröngt að keyra hana svona, svo ná þessar lóðir allt of langt inn í götuna, helst þyrfti að skera af lóðunum líka!? Svo keyrði hann í burtu, löturhægt þar sem hann komst erfiðlega á pallbílnum sínum á milli pallbílanna tveggja fyrir framan hann.

16. maí 2006

getraunin

hér er ekkert að gerast

samt hef ég nóg að gera

kannski þess vegna

en rétt svar hefur enn ekki borist.

Er þetta þá 6. vísbending?

6. vísbending: Það þótti merkilegur atburður þegar hljómsveitin/listamaðurinn sendi frá sér tvær plötur á sama deginum. Ekki síst vegna þess hversu gjörólíkar þær eru að hljómi. Síðan þá hefur hann sent frá sér eina plötu til viðbótar.

12. maí 2006

4. vísbending:

4. vísbending: Á vinsælustu plötu hljómsveitarinnar kemur fram ekki ómerkari söngkona en Emmylou Harris

getraunin á ný

4. vísbending: Þó tónlistarmaðurinn sé ungur að árum hóf hann tónlistarferil sinn í rokkhljómsveit með ágætum fyrir rúmum tíu árum.

föstudagsgetraun

...reyndar sú hin sama og hafin var fyrir viku. Það hefur svo sem líka verið nóg að gera og flest mikilvægara en að uppfæra orðin tóm á þessa síðu.

en við höldum áfram:

3. vísbending. Tónlistarmanninum hefur verið líkt við Bob Dylan og Leonart Cohen en honum á nú samt alveg eigna sín eigin sérkenni

9. maí 2006

föstudagsblogg

þó það sé ekki föstudagur get ég nú svo sem sett inn eina eða tvær línur.

ég hafði svo mikið að gera að ég gleymdi að gera aðra vísbendingu

2. vísbending: Hljómsveitin er reyndar frekar einstaklingur, one-man-band sk.

5. maí 2006

Það var samt fyrir tíu árum

Hvað varð um Geira Sæm?
Jú seinast þegar ég vissi var hann að vinna sem kokkur á leikskóla á Nesinu
Það var samt árið 1997

Kannski er hann að gera eitthvað allt annað núna. T.d. vinna að nýrri plötu!

föstudagsgetraun

Það er föstudagur og að venju eru það Rolling Stones sem fá að hita mig upp fyrir daginn með Jigsaw Puzzle. Spillistinn farinn í gang. Þessa dagana er ég mestmegnis í vinnunni. Hef lítinn tíma til annars. Jú ég get reyndar hlustað á tónlist á meðan ég spila og ég nýti mér það í þaula. Þannig hef ég uppgötvað nokkur bönd síðustu daga. Núna er ég t.d. að hlusta á the clientele ? það er ágætt. Svo heyrði ég um daginn Man Man sem er alveg magnað band. Gulliminn hefði líklega gaman af því. Platan heitir Six Demon Bag. Art Brut er líka stórskemmtileg hljómsveit með plötuna Bang Gang Rock and Roll ? hana ætla ég að kaupa mér. Svo er Destroyer?s Rubie í stöðugri spilun hjá mér.

Jæja ? meiri tónlist minna mas

En verð ég ekki samt að stinga inn föstudagsgetraun fyrst þetta er orðið hálfgert föstudagsblogg. Þá er við hæfi að hafa það tónlistargetraun.

Spurt er um hljómsveit:

1. vísbending: Lykilmanni hljómsveitarinnar hefur verið lýst sem söngvaskáldi sinnar kynslóðar.

Í verðlaun er nafn vinningshafa (+ gestur) á gestalista fyrir fyrstu tónleika Skonrottunnar.

28. apr. 2006

Win a free trip to Iceland

OK - let's try this! After an eye-opening conversation with Gommit yesterday I'm thinking about a carrier change. More about that later, let's just call this a hint!

But... It's Friday (so eloquently referred to as 'Bottle day' in Icelandic). On Fridays I play Jigsaw Puzzle and thrill my mood. It is happening. It has happened. My mood has been thrilled. I'm thrilled.

I'll keep this up for few days while watching the counter ticking. How fast will it go?

Maybe I do this: (I'm in love with a sexy Swedish girl) to boost the rating up a bit.

27. apr. 2006

þessi fyrirsögn segir ekki allt

Nýtt líf? Kannski. Breyttar áherslur? Varla. Ég keypti mér öngvu síður kort í líkamsrækt. Er nú stoltur eigandi korts sem er sagt veita mér aðgang í 5 heilsuræktarstöðvar. Reyndar er ein þeirra aðeins fyrir konur og önnur á Reyðarfirði. Svo ég tala nú bara um þrjár. Þá er ein í Grafarvogi held ég og önnur í Kópavogi, svo í reynd er þetta bara ein sem ég hugsanlega nýti mér. Hún er í Frostaskjóli. Sem sagt: Í heimabyggð, eða amk á næstu slóðum við hana.

Svo nú er ég farinn að pumpa og hlaupa og standa eins og auli á miðju gólfi. Byrjaður í líkamsrækt. En ég læt ekki þar við sitja heldur tek þessu með fullri alvöru. Þess vegna hef ég ákveðið að minnka áfengisdrykkju, kaffiþamb, sjónvarpsgláp og nammi- og snakkát en auka þess í stað ávaxtaát, vatnsdrykkju og bóklestur. Árangurinn finn ég strax. Nema að það sé bara sólarljósið sem hefur þessi mannbætandi áhrif. Kannski í bland.

Svo hefur ákvörðun verið tekin: EVRÓPUFERÐ Í ÁGÚST. Hugmyndin er: ROADTRIP UM TÉKKLAND. Nú vantar bara ferðafélaga - hver er geim?

26. apr. 2006

Góðar minningar

Vinn og hlusta á OK Computer með Radiohead. Seinast þegar ég hlustaði á þá plötu í heild sinni var ég að hjóla um nýjar slóðir í Amsterdam haustið 2003. Var þá búinn að kaupa mér miða á tónleika með bandinu 19. nóvember í Arnhem. Minningar minningar. Man nákvæmlega hvar ég var að hjóla með tónlistina í botni. Stórhættulegt náttúrulega í umferðinni í Amsterdam. En kom ekki að sök. Kom við í stóru stóru plötubúðinni í Utrechtstraat. Það var í fyrsta sinn sem ég fór um Utrechtstraat, en ekki það síðasta.

Mig langar til Amsterdam.

Mig langar heim...

21. apr. 2006

Bensín

Um daginn var ég að hlusta á útvarpið. Ég geri það stundum. Einhver sérfræðingur, eða að minnsta kosti áhugamaður, var að tala um hvernig við gætum dregið úr bensínnotkun í kjölfar verðhækkana. Kom maðurinn með ýmsar tillögur, svo sem að keyra með jöfnum og hægum hraða, hafa bílinn vel stilltan, forðast að fylla bílinn af óþarfa drasli sem þyngir hann sem aftur veldur meiri bensínnotkun ásamt fjölda góðra ráða...

En aldrei var stungið upp á því að nota bílinn einfaldlega minna, eða ekkert. Það var bara eins og það kæmi alls ekki til greina, væri enginn kostur, ekki séns.

Sigurður Kári stingur upp á að við lækkum bensínskatt. Til að lækka verðið. Hann sagði að það væri vel hægt að gera það. Til dæmis með því það sleppa því að byggja hátæknisjúkrahús, efla samgöngur eða hækka íbúðalán. Já! Hversvegna þyrfti maður svo sem velferðarkerfi ef maður fær ódýrt bensín!?

En það er svo sem satt. Það er ekki einfalt mál að ganga. Ég ætlaði tildæmis að ganga í Háskólann um daginn, frá heimili mínu. Ég fann nýjan og fínan göngustíg sem lagður var yfir Hringbrautarskrímslið. Ég tók stefnuna á Háskólann og bjóst við að stígurinn leiddi mig á leiðarenda. Hann gerði það svo um munaði. Tuttugu mínútum síðar var ég kominn á enda, aftur á tröppurnar heima hjá mér. Stígurinn lá í hring, umhverfis allt en innan einskis. Eins og í ljóði eftir Stein Steinarr. Aldrei komst ég nálægt Háskólanum. Á Íslandi eru göngustígar ekki samgöngumáti heldur einhverskonar heilsubótaraðferð. Ætlaðir fyrir gamalmenni í göngutúr eða sem skokkleiðir utan alfaraleiðar.

Maður er því hálpartinn neyddur til að nota bílinn og þá er nú eins gott að bensínið sé ódýrt.

Lifi einkabíllinn - Lifi Ísland

Gengið

Þrátt fyrir að ég skilji gengi og þróun þess enganveginn er mér eitt ljóst. Ég hefi grætt stórlega á gengissviptingum íslensku krónunnar. Þann 1. nóvember 2005 voru lagðar nokkur hundruð evra inn á bankareikninginn minn í Hollandi. Þá var evran 72 íslenskar krónur og ég nennti ekki að vera að hafa fyrir því að millifæra peninginn. Nú tæpu hálfu ári síðar hafa evrurnar mínar í ABN-AMRO aukist um þriðjung í virði. Það er ein mesta ávöxtun sparifés í minni fjármálasögu.

Persónulega sé ég ekki hvað er svona slæmt við núverand þróun. Megi krónan lækka og lækka.

20. apr. 2006

Sumardagurinn frysti

Ekki svo kaldur samt. En hann var tekinn snemma og farið í Smáralind. Ég hata smáralind. En í smáralind getur konan mín keypt föt sem eru á verði ekki í ljósárafjarælægð frá Gautaborgsku verði. Bara í órafjarlægð. Svo ég var dreginn eins og hlýðinn hundur um Lindina og sagði við og við "jú þetta er rosa fínt" eða "já og þetta líka" og "já voða fínt".

Uppgötvaði nýverið nýja Destroyer plötu - Rubies


VIRKILEGA - HÉRNA - GÓÐ!

19. apr. 2006

Billy

Ekki verra að hlusta á Billy Joel - bara þrusugaman. Ha!!!

Afmælisbörn dagsins fá kveðju - sér í lagi öll þessi sem ég þekki.

18. apr. 2006

Allt í steik

Átti frábæra páska þrátt fyrir: Veikindi, vatnsleysi, brennt páskalamb, hryllileg eymsl í síðu og öxl og pikkfastan bíl. Allt annað var stórkostlegt og þó eingöngu hefði náðst einn dagur fyrir snjóbrettaferð, í stað þriggja eins og ráðgert var, stóð hann fyllega fyrir sínu svo um munaði. Bestu þakkir fær P.Maack. fyrir samveruna.

Í dag get ég varla hreyft mig sökum harðsperra og bólginnar síðu en það er í besta lagi.

S.Ólafsson fær líka bestu þakkir fyrir heimsóknina um daginn. Skál.

12. apr. 2006

mikið óskaplega er Tiny Dancer frábært lag!

(Sjá fyrirsögn)

tarnir

tarnir í vinnu þessa dagana. 12 tímar í gær. kannski annað eins í dag.

en svo eru það páskar - með öllu t.h.

í gær var ég að keyra - sá að bensínmælirinn var kominn langt niður - ákvað að bíða með að kaupa bensín - í millitíðinni var bensínverðið hækkað

kvaðir sem fylgja því að vera á bíl

enda fær bíllinn mestmegnis að standa óhreyfður

10. apr. 2006

á einhver barnavagn?

Danska parið Christian og Louise koma til mín í heimsókn eftir nokkrar vikur ásamt dótturinni Margrethe. Þar sem ég er svo almennilegur lofaði ég að útvega þeim barnavagn fyrir Margrethe (þá níu mánaða) sem hún gæti lagt sig í og keyrt um götur bæjarins.

Ég lofaði þessu náttúrulega upp í ermina á mér enda á ég engan barnavagn. Enda væri það kannski skrítið. Þess vegna spyr ég: Á einhver hentugan barnavagn sem verður ekki í notkun í lok maí/byrjun júní og gæti því fengist að láni.

Í skiptum fyrir vikulán á t.d. veiðistöng eða gítar?

einhver?
Eitt flottasta lag í heimi ómar um mig allan. Jigsaw Puzzle!!!!!!!!!!!!!

Þannig á að byrja vinnuvikuna.

Þegar ég lagðist á koddann eitthvað í kringum fjögur aðfaranótt sunnudagsins umlaði ég ofan í hann eitthvað á þá leið að maður væri greinilega ekki 22 ára lengur. Ég fann og vissi að brátt myndu timburmenn heltaka mig, sem þeir og gerðu - EKKERT var gert í gær. Ekki neitt.

Nú eru fyrstu ómar Street Fighting Man farnir eða berja hlustirnar.

Vinna meira Hjörtur vinna meira.

8. apr. 2006

Áðan var hringt í mig frá Gallup og ég spurður hversu mörgum lögum ég hefði halðið niður af Netinu. Frá því ég hóf að hlaða niður lög. Góð spurning. Ég svaraði 5000.

Ég sit hér á nýju skrifstofunni minni. Sem er nú eiginlega grappaherbergið foreldra minna. Máski ég fái mér grappa fyrst klukkan er meira en tvö. Meira en tvö? Nei hún er ekki orðin tvö. Kerfistíminn á tölvunni minni hefur lagað sig að sumartímabreytingum. Slíkt er víst óþarfi hér á landi. En ég setti í gang svona mús - tölvumús - þráðlausa. Merkileg þessi tækni. Þráðlaust net, þráðlaus mús, þráðlaust rafmang. Hvað kemur næst. Þráðlaus kerti?

Dire Straits fjalla um einhvern sem er svo langt í burtu. Þráðlaust sennilega.

SKO auglýsingin í fréttablaðinu í dag. Sá einhver hana? Ég er einn af fáum sem hef rannsakað í þaula sko í íslensku. Einkum setningarlega stöðu og mismundandi notkun kynjanna. Ég get með fullri vissu sagt að sumar setningarnar í auglýsingunni voru ótækar, hvað varðar stöðu sko í þeim. Nánar um það seinna.

Ég ætla að taka til

7. apr. 2006

Draumurinn um fullkomna páska að breytast í plön um allt-í-lagi-páska. ojæja.
gott verður gert úr málunum. spurning með ferðafélagana.

5. apr. 2006

stutt eða löng - sjáum til

Svarfaðardalur um páskana. Það er þá í fyrsta sinn í fjögur ár. Reyndar hef ég ekki komið í Svarfaðardal síðan í ágúst 2004. Svo það er tími til kominn.

Eftir samtal við ömmu eru gerðar miklar væntingar til snjóbrettaferða. Segir Sigríður á Tjörn flest benda til að mikill snjór verði um páskana. Ég ætla að treysta á orð ömmu minnar þar sem hún hefur nú fylgst með veðri á þessum slóðum í bráðum sextíu ár. Og þá er ég ekki bara að tala um að fylgjast með veðrinu út um gluggann heldur hreinlega að annast úrkomumælingar fyrir Veðurstofuna.

Svo útlitið er bjart - eiginlega bara hvítt.

4. apr. 2006

(stutt færsla)

hinir og þessir lesa þessar færslur. enda ekki skrítið þar sem þær eru öllum opnar á veraldarvefnum.

ég er fluttur - kominn aftur í foreldrahús - foreldrarnir hins vegar flognir að heiman - foreldra hús án foreldra verður samt ekki bara hús - það verður alltaf foreldrahús - og jafnvel þó alltaf sé gott að koma í foreldrahús er annað að búa í forldrahúsum - sér í lagi níu árum eftir að maður flutti þaðan -

en þetta er fínt og þar höfum við allt til alls og á besta stað í bænum
ekki var heldur leiðinlegt að opna launaumslag og sjá sömu upphæð eftir hálfsmánaðar starf og eftir heilan mánuð í gamla starfinu

peningar: þeir eru vissulega ekki allt - en hafa sitt að segja - því miður

höfðum við það ekki gott þegar við vorum sjálfum okkur nóg - var það kapítalisminn sem eyðilagði þetta allt ?

þetta er ekki lengur stutt færsla

þetta er handa ykkur sem kvartið yfir breyttum háttum í dávefsfærslum mínum

dávefur = d.á.vef. = dagbók á vefnum

31. mar. 2006

Ekkert - ekkert - ekki neitt - ekkert jafnast á við Rolling Stones til að koma fjörfiski í hjartað. Ég fann loksins hvað var að hljóðinu í tölvunni hjá mér í vinnunni. Ég hafði troðið dótinu í vitlaust gat. En nú er allt á sínum stað og tónlistin streymir inn í eyrun á mér, eða öllu heldur hlustirnar. Og að sjálfsögðu eru það Rolling Stones sem fá heiðurinn af því að rífa upp fjörið hjá mér á föstudegi.

Jesús hvað mig langar að grípa mér JD flösku og hlaupa yfir götuna og upp á Arnarhól - rokk og ról - og öskra upp í himininn á bleikum kjól.

Föstudagsgetraunin getur þá kannski bara verið þessi:

Hvaða Stones Plötu er ég að hlusta á?

Fyrsta og eina vísbendin:Hún hefst á því að Mick Jagger vælir óóóójeeeeeee í kjölfar kúl gítarriffintrós?

Í boði er JD skot á barnum annað kvöld!!
ekkert

að gerast


kokktelsósan á De Dam er nokkuð töff

í Hollandi er einmitt ekkert óalgengt að finna kokkteilsósu

hún er reyndar ekki kölluð kokkteilsósa þar

eitthvað annað

man ekki hvað

(stutt færsla)

30. mar. 2006

(sutt færsla)

mér eru allir vegir færir. ég hef líka margt á prjónunum.
við laila leysum vandamál heimsins í sameiningu
go team A - alpha alpha...

er ég með blogg stíflu ? nei - ég bara nenni ekki að hanga í tölvu

jú sjáðu til í hinu starfinu voru margar dauðar stundir á dag. þá bloggaði ég eða samdi kvikmyndagetraun

nú er öldin önnur - gleðilegt ár

svo hef ég heldur ekki frá neinu að segja ... múrinn birtir nú það sem ég vil tjá mig um sem skiptir máli ... þó var skömm að láta þennan texta frá mér fara...

skömm

24. mar. 2006

(stutt færsla)


DETTA MÉR NÚ ALLAR !!!!!!!!!!!!!

"þegar ég vill elda eitthvað fljótlegt og gott"

ég missti af hvaða kjötframleiðandi það er sem auglýsir svo!


það líður þá ekki á löngu að við fáum að heyra eitthvað á borð við

"mér hlakkar alltaf til þegar ég íslenskt lambakjöt er í matinn"

eða

"lvisio ofo odasfi oifo idfio"

23. mar. 2006

(stutt færsla)


Núna, rétt í þessu, þýddi ég setningu svona:

Meðlimir þessa notendaflokks geta eintekið og sótt hluti, framkvæmt klasaaðferð og vinnslur og nýtt önnur X++ gagnverk í Viðskiptatengli.

Uh - eða sem sagt...

22. mar. 2006

Var Siv Friðleifs í læknaslopp í kastljósinu ?

Það er satt sem fólk spjallar um í kaffipásum. Þórhallur í Kastljósinu og áherslurnar hans

Hann ÞRÆDDI Laugaveginn í dag ....


löngum en strjálum færslum hefur verið mótmælt... svo ég held áfram með stuttar en tíðar...


Æ HVERJUM ER EIGINLEGA EKKI SAMAN


annars er maður bara í stuði

19. mar. 2006

Heimsóknir á þessa síðu virðast vera í beinu samræmi við tíðni uppfærslna. Það kemur ekki á óvart en bendir líka til að margir komin hingað í gegnum RSS veitur. Restin, og þá er að ekki með illum hug að ég kalla þá rest, hljóta að vera dyggir lesendur þessarar síðu. Þar með talinn Sigurður Ólafsson.
Ég hefi ekki enn gefið svörin við síðustu kvikmyndagetrauninni. Í réttri röð eru þau eftirfarandir. LUC BESSON, EXCORCISM OF EMILY ROSE, SCARFACE, BRAT PACK, THE GODS MUST BE CRAZY, JIM McBRIDE, JAMES PUREFOY, THX 1138, UNFORGIVEN - SERGIO LEONE OG DON SIEGEL, WILD AT HEART. Ég viðurkenni að þetta með James Purefoy var heví, en þau sem fylgjast með Róm á stöð tvö ættu t.d. að þekkja hann en hann ku leika þar Markús Antóníus, einnig hefur hann sést í fjölda kvikmynda s.s. A Knight's Tale og Women talking dirty.
Annars er maður bara byrjaður í nýrri vinnu. Þýði eins og ég fái borgað fyrir það. Sem ég of fæ. Nokkrum tugum þúsunda meira en ég fékk á kvikmyndasafninu. Sem er einmitt aðalástæðan fyrir að ég hætti þar. Munurinn jafnast á við um eina utanlandsferð í mánuði. Svo nú gæti svo sem lagst í helgarferðalög. En kannski er skynsamlegra að leggja péninginn til hliðar því síðar á árinu liggja fyrir búferlaflutningar, líklegast til Gautaborgar ef ekki Berlínar. Reyndar var þeim flutningum frestað nýverið því mér bauðst áframhaldandi kennsla við Háskóla Íslands. Það þykja mér ótrúlueg tíðindi í ljósi þess að Háskólinn hefur það markmið að komast í hóp þeirra 100 bestu í heiminum. Ég sé ekki hvernig ég get mögulega verið hluti af því markmiði. En kannski skjátlast mér. Kannski er ég bara einmitt lykillinn að þeirri gátu.

Hver veit.

En - nú er sunnudagur.

13. mar. 2006

Vatnavitleysan?

Uh - ég hef aðeins verið að kynna mér þetta viðfræga vatna - frumvarp. Vatnafrumvarp? Jæja - kannski er ég hlutdrægur en ég átta mig ekki á hvernig sjórnarflokkarnir geta haldið því blákalt fram að um formbreytingu sé að ræða. Það er augljóslega verið að færa eignarrétt yfir á landeigendur. Sem til þessa hafa vissulega átt nýtingarrétt á vatninu. Og hvað merkir það? Fari ég nú í göngutúr og gangi máski yfir land bónda nokkurs hvar lækur rennur í gegn. Þá get ég fengið mér vatnssopa án þess að bóndi geti nokkuð að gert, tja nema kannski að reka mig af jörðinni. En vatnið mátti ég drekka. Verði þetta frumvarp að lögum sýnist mér að bóndi gæti bæði rekið mig af jörðinni og kært mig fyrir stuld á vatninu. Hvenær hættir svo bóndinn að eiga vatnið? Segjum að á renni frá fjalli að fjöru í gegnum fjórar jarðir. Á sá sem á jörðina efst í landinu allt vatnið þar til það rennur í sjó? Eða hættir vatnið að vera hans um leið og það rennur niður í næstu jörð? Hverslags eignatilfærsla er það? Og hvað með vatnið þegar það hefur runnið til sjávar. Hver á það þá? Á jarðareigandi þá hlutfall af sjónum í samræmi við stærð jarðarinnar, eða það rúmmál af vatni sem rann í gegnum jörðina hans og út í sjó? Hvað ef rignir stórkostlega? Er það reiknað sem tekjur? Þarf þá jarðareigandi að borga meira í eignarskatt? Hvernig er verðmæti þessarar eignar annars metið? En ef vatn þornar af jörð? Á þá eigandinn rétt á bótum úr viðlagasjóði? Núverandi lög kveða, tel ég, skýrt um að jarðareigand á rétt á að nýta það vatn sem rennur í gegnum jörðina hans. Nýting er þar lykilorð. Sem merkir að ég hef rétt á að drekka vatnið, fylla jafnvel hálfslítra flösku af því og ganga með að af jörðinni hans og kannski upp á fjall. En ég má hins vegar ekki selja þetta vatn, eða leigja það einhverjum, eða nýta það á annan hátt, nema til að svala þorst a mínum og kannski barnanna minni og nánustu ættingja.
Svona í fljótu bragði sýnist mér þetta vera meginatriðið -OG ALLS EKKI FORMBREYTING !! Heldur klárlega einkavæðing á vatni.

10. mar. 2006

Föstudagskvikmyndagetaun Frjettabrjef Frjálsa.

10 spurningar: Sá/sú sem svarar flestum fyrir klukkan 17:00 fær vegleg verðlaun. Ef öllum spurningum er svarað verða þau enn veglegri.





1. Hver er maðurinn?


2. Úr hvaða mynd er þetta?




3. Þau léku aðalhlutverk í Frankie og Johnny og HVAÐA annari mynd?

4. Hvað gengið kallað?


5. Úr hvaða mynd er þessi tilvitnun: ?Even a poisonous snake isn't bad. You just have to keep away from the sharp end??

6. Þessi mynd er úr evrópskri kvikmynd. Hver leikstýrði bandarískri endurgerð þeirrar myndar?



7. Hvað heitir þessi leikari?



8. Úr hvaða mynd er þetta?




9. Ein mynda Clint Eastwoods er sérstaklega tileinkuð tveimur mönnum. Um hvaða mynd er rætt og hverjir eru mennirnir tveir?


10.Og að lokum ein auðveld: Hver er uppáhalds kvikmyndin mín? (Í henni kemur þessi setning, eða sambærileg nokkrum sinnum fyrir: This jacket is a symbol of my individuality and my belief in personal freedom.)

9. mar. 2006


Í dag er 9. mars. Í dag á afmælisbarn dagsins afmæli. Að sjálfsögðu á líklega fullt af fólki afmæli í dag en afmælsibarn afmælisbarna dagsins hlýtur að vera hið eilífa afmælisbarn tintin. Tintin á afmæli í dag og í þau, eru þetta orðin sjö ár?, síðan ég kynntist tintin hef ég ekki fengið að gleyma því að hún á afmæli á þessum degi og í raun allir sem umgangast hana nú eða lesa bloggið hennar.

EN SEM SAGT: TINTIN TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ !!!!!!!!!

8. mar. 2006

Kvikmyndagetraun ei meir!

Þar sem ég er að hætta á Kvikmyndasafninu ætla ég að hætta með hina vikulegu kvikmyndagetraun. Sú hin síðasta verður nk. föstudag. Það verður súpergetraun með tilheyrandi verðlaunum.

grand finale
Mér finnst vafasamt að greinar eins og listfræði - menningarfræði og kvikmyndafræði séu greinar innan bókmenntafræði- og málvísindaskorar HÍ. Deilir einhver þeirri skoðun með mér? Þarf ekki að stokka aðeins upp í þessu skorakerfi, amk í félagsvísinda- og hugvísindadeild?

Mér finnst amk undarlegt þegar að nemandi í kvikmyndafræðum við HÍ segir í viðtali að kvikmyndafræði sé "náttúrulega eins og bókmenntafræði" nema að maður horfir á kvikmyndir í stað þess að lesa bækur. Sú kvikmyndafræði sem ég lærði í Hollandi var a.m.k. mun margbrotnari en svo.

Nja. Bara að spá.

7. mar. 2006


Ég hóf störf á nýjum stað í gær. Skjal heitir fyrirtækið og ég hef starfsheitið þýðandi. Ég þýði. Nú sit ég samt í Hafnarfirði og reyni að hreinsa bunka af skrifborðinu. Stefnan er tekin á að fjarlægja þennan bunka fyrir helgi og skilja eftir hreint skrifborð fyrir þá aumingjasál sem mun taka við af mér.

Eitthvert undarlegt myspace-æði hefur gripið sig. MySpace er drasl. Ljótt drasl. Þá held ég að TagWorld sé betra. Skonrottan er amk á tagworld. Þar mun heimsfrægð hennar verða.

5. mar. 2006

Mér finnst einhvernveginn eins og ég hafi séð þessa mynd áður. Síðasti bærinn í dalnum. Eitthvað svo kunnugleg
uhhh - ég réði mig í vinnu í gær - ég byrja á morgun.

en núna er ég að semja texta við lagið mitt sem í augnablikinu heitir: Love affair on Laugarvegur

hér er sýnishorn:

I offered her some coffee but she only wanted tea, we ate sOme biscuit, fooled around and turned on the TV, and on the screen there was a man who looked like Doris Day, he smiled into the camera and then he began to pray

3. mar. 2006

Í þann mund er ég ætlaði að bæta inn fjórðu vísbendingu sá ég rétta svarið í kommentakerfi. víbendingarnar var ég búinn að útbúa upp í sjö. Þær þrjár sem voru eftir eru:

4. vísbending: Kvikmyndin er fyrsta mynd leikstjórans.
5. vísbending: Kvikmyndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu.
6. vísbending: Myndind gerist að mestu í ákveðnum borgarhluta ákveðinnar borgar.
7. vísbending: Kvikmyndin dregur nafn sitt af þeim borgarhluta.


Myndin er að sjálfsögðu 101 Reykjavík og það er Hanna litla sem á svarið.

Húrra!!!
Kvikmyndagetraun

spurt er um kvikmynd

1. vísbending: Kvikmyndin segir frá skeiði í lífi ungs manns
2. vísbending: Segja má að efniviður kvikmyndarinnar sé rótleysi, þroskaleysi og andleysi ungs fólks í lok 20. aldar.
3. vísbending: Kvikmyndin tekur á áhugaverðan hátt til umfjöllunar breytt fjölskyldumynstur og aukna fjölbreytni og ákveðið hömluleysi í kynferðismálum.
Tvö svör hafa borist. Hvorugt rétt.

1. vísbending: Kvikmyndin segir frá skeiði í lífi ungs manns
2. vísbending: Segja má að efniviður kvikmyndarinnar sé rótleysi, þroskaleysi og andleysi ungs fólks í lok 20. aldar.
Föstudagskvikmyndagetaun Frjettabrjefs Frjálsa

Spurt er um kvikmynd

1. vísbending: Kvikmyndin segir frá skeiði í lífi ungs manns

2. mar. 2006

Stórtíðindi!!!!!!!!!!!!!!

Það þóttu stórtíðindi þegar í gær var tilkynnt var með viðhöfn að ekkert hefði verið ákveðið um nýtt álver á Íslandi. Ekkifréttamenn landsins ruku upp til handa og fóta og færðu okkur tíðindin. Forsíður allra blaða voru fylltar. Magasínþættir allra stöðva undirlagðir. Rás tvö lýsti beint frá Húsavík: Engin ákvörðun tekin! Húsvíkingar fögnuðu. Skáluðu í álbaukum, dúkalögðu með álpappír, settu fána í stöng. Álfána? Unglingar mótmæltu, þingmenn þusuðu. Hringt í Álgerði alla leið til New York. Þar reyndi hún að malda í móinn. "Uh, öh, tja," sagði hún og hvíslaði niður í bringuna á sér, "engin ákvörðun var svo sem tekin". Glæslegt Álgerður, svöruðu fréttamennirnir, takk fyrir, þetta eru stórtíðindi. Engin ákvörðun! Ekkert nýtt! Engar fréttir! Við setjum þetta á forsíðu!!!

1. mar. 2006

Í hvert sinn sem ég heyri with or with out you með honum Bono og þeim vinum hans finnst mér ég alltaf gripinn óskaplegri ástarsorg. Jafnvel þó ég sé svona ástfanginn. Kannski er þetta besta ástarsorgarlag heims?

Eða hvað - veit einhver um betri kandídat?
Núna

rétt áðan

sagði ég upp í vinnunni.

28. feb. 2006

Kannski ég hafi verið sleginn út af laginu eftir síðasta föstudag.

En nú er þriðjudagur. Þriðjudagar eru semímánudagar hjá mér. Já og ég á von á Ballad of Broke Seas með henni Isobelle Campbell og honum Mark Lanegan. Þetta fékk ég fyrir að biðja um óskala á rás tvö!

jæja - ekki slæmt: sprengidagur - sem þýðir: HIN ÁRLEGA VEISLA HEIMA HJÁ MÖMMU

eg er þegar farinn að undirbúa vísbendingar fyrir næsta kvikmyndagetraun....

HÚN VERÐUR SVÍNÞUNG Í ÞETTA SINN

24. feb. 2006

Hver dj...

Hjalti vann...
ég verð að fara að þyngja þessa getraun eitthvað.
Föstudagskvikmyndagetraun

Spurt er um kvikmynd:

1. vísbending: Myndin gerist í seinni heimstyrjöldinni.
2. vísbending: Myndin segir frá andspyrnuhreyfingu í umtöluðu stríði.
Föstudagskvikmyndagetraun Frjettabrjefs Frjálsa

Í verðlaun er eitt eintak af myndinni Me You and Everyone We Know á VHS spólu!

Spurt er um kvikmynd:

1. vísbending: Myndin gerist í seinni heimstyrjöldinni.
Jú - víst er það sögulegt: Sögulegar óstættir kannski? Stúdentafylkingarnar Vaka og Röskva eru hættar að vera sammála. Sammála um að vera ósammála. Sundrung sem leiðir af sér samstöðu. Ég spái að á næsta ári muni ný breiðfylking stúdenta bjóða fram á móti Háskólalistanum. Vöskva? Raka? Vaska? Vakva? Röka? Röskvaka!!

Fréttunum fylgdi ekki hvort Háskólalistinn verði í eiginlegum minnihluta. Það verður þá fjör!

23. feb. 2006

Sænska myndin sem ég sá í fyrradag - og svo áfram í gær heitir Fyra nyanser av brunt.

Svona líka bara alveg ágæt. En kannski var En kärlekshistoria enn betri sem ég sá á sunnudaginn.

Jú - þessa dagana er sænskumyndaþema á heimilinu.

22. feb. 2006

Ég er að lesa norska bók á sænsku

svo var ég að horfa á sænska kvikmynd í gær.

Í einhverju atriðinu var Dani eitthvað að tjá sig.

Djöfull er danska hryllilegt tungumál

haaaaaaa?
Á laugardaginn var ég eitthvað að spá. Ég geri það stundum. En þá var ég að spá, eftir að Silvía og Sigga Beinteins unnu sjóvið. Hvort þau myndu ekki bara syngja þetta á íslensku í Aþenu. Nei, þá verður grínið á okkar kostnað, sagði einhver í júróvísjónveislunni.

ég var svo ekkert að spá í þessu meir...
en verður grínið akkúrat ekki á okkar kostnað ef fólk fer að bisa við að þýða textann á ensku. skilur nokkur djókinn eníveis?

uh ..... já

20. feb. 2006

Fyrir Gommit:

Gisterenavond werd in IJsland de nationale finale voor het Eurovisie Songfestival gehouden. De gedoodverfde kandidate heeft haar favorietenrol ook waargemaakt en mag het eiland op donderdag 18 mei in de halve finale van het Songfestival naar de finale proberen te loodsen. De 23-jarige Silvia Nótt (Ágústa Eva Erlendsdóttir is haar echte naam) heeft de finale gewonnen met haar nummer "Til hamingju Ísland". Alle nummers werden tijdens de nationale finale in de eigen taal gezongen maar de winnaar mag het nummer in Athene in het Engels zingen. Of Silvia dit ook gaat doen is tot op heden nog niet bekend. Enkel de top drie werd bekend gemaakt. Wie de uitzending (nog) eens wil bekijken kan dat via deze link.

Í gærkvöldi urðu úrslit kunn í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar á Íslandi. Hinn stríðsmálaði þáttakandi skilaði hlutverki sínu fullkomlega og fær tækifæri til að leiða Ísland úr forkeppninni í Aþenu í úrslitakeppnina sjálfa þann 18 maí. Hin 23 ára gamla Silvía Nótt (réttu nafni Ágústa Eva Erlendsdóttir) sigraði í úrslitakeppninni með laginu Til Hamingju Ísland. Öll lögin í undankeppninni á Íslandi verða að vera sungin á íslensku en siguvegarinn má syngja lagið á ensku í Aþenu. Hvort Sylvía Nótt komi til með að nýta sér þann rétt er enn ekki víst. Aðeins var tilkynnt um þrjú efstu lögin í keppninni. Þeir sem vilja fylgjast með undankeppninni (aftur) geta gert það í gegnum þennan hlekk.
Stephen Fry sagði rétt í þessu brandara:

Ralph Fiennes looks a little bit nervous and Philip Seymour Hoffman is biting his finger nails. Bite your own in the future.

Þetta er illþýðanlegur brandari á íslensku vegna bindireglna og bindisviðs og hvað það er nú kallað

17. feb. 2006

Er Guðni Már Henningsson fullur - eða bara svona rooooosalega kátur í dag?

Annars er ég alveg að krepera hérna í vinnunni. Hvað það nú svo sem er - að vera að krepera.

á einhver vinnu handa mér?

ég kann að skrifa og mála og hanga
Hver dj... aðeins tvær vísbendingar. Ég var í vafa hvort ég ætti að setja Kaliforníuvísbendinguna strax upp en datt ekki í hug að hún myndi gefa svarið svona fljótlega.

Kristín vann
1. Clue: The film can be classified within the genre of road movies (see defenition).
2. Clue: The film takes place in California.
Föstudagskvikmyndagetraun Frjettablaðs frjálsa.

Að hugsa sér - að hugsa sér! Enn er kominn föstudagur. Föstudagar finnst mér koma fyrr eftir að ég fór að haga vinnu minni svo að vinna ekki á mánudögum. Það er enda eðlilegt því þá verður föstudagur fjórði dagur vinnuvikunnar í stað þess að vera fimmti.

Því er spurt um kvikmynd. Síðast var það hin þrælgóða Romeo + Juliet í leikstjórn Baz Luhrmann sem náði að vefjast nokkuð fyrir lesendum þessa frjettabrjefs. Nú munum við reyna eitthvað svipað.

Spurt er um kvikmynd.

1. Clue: The film can be classified within the genre of road movies (see defenition).

16. feb. 2006

Hjörtur heiti ég. Ég hef verið kallaður ýmsum nöfnum. Merkilegust finnast mér þó nöfnin sem sverrirj gefur hlekknum til mín á blogginu sínu. Nú er það mósaíkmaður, einu sinni var það rassvasaheimspeki, og eitt sinn minnir mig evrókratablogg.

En ég heiti sem sagt Hjörtur. Stundum kallaður Hjössi frjálsi.

Annars gleymdi ég sem svo oft áður matnum klukkan tólf. Ég er bara ekki tjúnaður inn á mat klukkan tólf. Mér finnst betra að taka mat klukkan eitt. Þá hef ég unnið í fjóra tíma og vinnudagurinn hálfnaður.

Kannski stafar þetta af því að ég tek ekki kaffitíma klukkan þrjú, eða hvenær það er sem maður á að taka kaffi.

hvað veit ég

nú kallar systir mín á mig á MSN - hún er að þýða eitthvað og vantar mína hjálp.

svo að...........
Djöfull er mér farið að leiðast þarna þessi Hrafnhildur í Broti úr degi og endalaust dálæti hennar á Katie Melua.

Grænar bólur. En Poppland blívur - Sér í lagi Gústi og Óli Palli. Guðni Már kannski ekki alveg með þetta á hreinu.

Æj..............

15. feb. 2006

Eins og kom fram á rás eitt var ég um daginn að taka til í gríðarstóru rússnesku kvikmyndasafni. Ég er svo sem alls ekki búinn með það verkefni. Hins vegar þurfti ég að stökkva í annað verkenfni til að losna við óæskilegan hala. Að koma um 2000 VHS spólum upp í hillu. En hillurnar eru inni í risastórum kæli. Þar hef ég þurft að eyða síðustu tveimur dögum. Þetta er svona eins og að vinna inni í ísskáp. Sama hitastig.

Það er enda hrollur í mér.

14. feb. 2006

uh ----

jamm

jæja ----
Gommit nefndi um daginn við mig möguleikann á því að gerast atvinnubloggari, og það sem meira er, blogglesari.

Ég þarf að ræða þetta betur við hann áður en hann fer.

11. feb. 2006

Mummi gat - hann fær verðlaun - Óvænta kvikmynd á DVD sem ég færi honum með viðhöfn í kvöld.

10. feb. 2006

Mér sýnist á öllu að kvikmyndagetraunin ætli að eyðileggja helgar sumra. Kannski er það vegna þess að hún er á ensku í þetta sinn. Afhverju er hún á ensku? Jú, samkvæmt teljaranum er hún lesin í nær öllum heimsálfum og hvað veit ég hvort allir lesendur kunni íslensku. En engin svo hafa svo sem borist á ensku. Eða jú, eða ... uhm?
Hvað um það... nú held ég að svarið komi:

MovieQuiz


1. Clue: The film is the second part of a trilogy.
2. Clue: The three films were perhaps not at first intended as a trilogy but have been dubbed so since they all fall under a particular style of film making.
3. Clue: The third film in the trilogy is by many regarded as the best one. At least it was the most popluar one. The three films are the only ones the director has made.
4. Clue: The film is based on a play
5. Clue: The film is about a relationship and forbidden love.
6. Clue: This is probably one of the most famous love stories of all times. It is belived to have been written 1595. The film is around 400 years younger.
MovieQuiz


1. Clue: The film is the second part of a trilogy.
2. Clue: The three films were perhaps not at first intended as a trilogy but have been dubbed so since they all fall under a particular style of film making.
3. Clue: The third film in the trilogy is by many regarded as the best one. At least it was the most popluar one. The three films are the only ones the director has made.
4. Clue: The film is based on a play
5. Clue: The film is about a relationship and forbidden love.
MovieQuiz


1. Clue: The film is the second part of a trilogy.
2. Clue: The three films were perhaps not at first intended as a trilogy but have been dubbed so since they all fall under a particular style of film making.
3. Clue: The third film in the trilogy is by many regarded as the best one. At least it was the most popluar one. The three films are the only ones the director has made.
4: Clue: The film is based on a play.
MovieQuiz


1. Clue: The film is the second part of a trilogy.
2. Clue: The three films were perhaps not at first intended as a trilogy but have been dubbed so since they all fall under a particular style of film making.
3. Clue: The third film in the trilogy is by many regarded as the best one. At least it was the most popluar one. The three films are the only ones the director has made.
MovieQuiz


1. Clue: The film is the second part of a trilogy.
2. Clue: The three films were perhaps not at first intended as a trilogy but have been dubbed so since they all fall under a particular style of film making.
Föstudagskvikmyndagetraunin




MovieQuiz


1. Clue: The film is the second part of a trilogy.

8. feb. 2006


Einhver nefndi að skopmyndunum af M-manninum í Jótlandspóstinum mætti líkja við að teikna skopmynd af J-manninum. Það tel ég alrangt. J-maðurinn hefur verið teiknaður á alla vegu í mörghundruð ár, enda er kristnum mönnum fátt heilagt nú orðið. En samt, ég held að mörgum kristnum hefði verið brugðið ef birtar hefðu verið myndir af frelsaranum t.d. nauðgandi ungum múslimakonum eða skjótandi gyðinga.

Þar held ég að menn nái kannski frekar hvers kyns óvirðing við trú múslima þessar myndir voru, og eru. Ég skoðað þær í gær og þær eiga sér ekkert skjól í tjáningafrelsi eða ritfrelsi og fáránlegt að verja þær með einhverju frelsi fjölmiðla. Þær eru uppfullar af fordómum og óvirðingu í garð trúar sem er að mörgu leyti umburðarlynd en nefnir þó sérstaklega, líkt og bíblían, að hvers kyns helgimyndir og myndir af spámönnum séu í raun guðlast.

7. feb. 2006

Samkvæmt nýuppsettum teljara hefur þessi verið lesin Í Gullbringusýslu, Dyflini, Tromsö og Bobigny í dag.

Annars sýnist mér ég ná að ljúka við Ráðstjórnarríkjamyndasafnið í þessari viku. En eins og þeir sem hluta á rás eitt ættu að vita tekur það allan minn tíma í vinnunni þessa dagana.
Ég fer yfirleitt ekki til rakara eða hárgreiðslufólks. Það gerir ég til að spara pening. Ég er enda fullfær um að klippa og greiða á mér hárið. Ég vildi að eins væri því farið með tannlækningar.

Það má teljast heppni að sleppa með tannviðgerðir fyrir 15.000 krónur.
Fyrir þann péning mætti fara aðra leið til Amsterdam og eyða þar nógu miklum tíma til að skrapa sér saman fyrir farinu aftur heim.

Glæpur - glæpur
Það er yndisleg tilfinning að setja fætur sínar í nýfallna mjöll ósnerta. Þá skil ég um stund gleði Njáls handsterka og félaga. Að líta til baka á miðri leið og horfa á spor mín í snjónum. Hið eina merki um mannlega tilvist í augnablikinu. Ef frá eru talin húsin, göturnar og ljósastaurarnir.

3. feb. 2006

Hjálmar segir borðleggjandi. Það er aldeilis. Það er enda rétt Sátántangó er þetta í leikstjórn Béla Tarr. Ég sá þessa mynd einu sinni í Filmmuseum í Amsterdam. Það var viss þrekraun en engu að síður skemmtilegt. Myndin er alveg gríðarlega hæg. Alveg stórkostlega á stundum. Þess virði að sitja sjö og hálfan tíma yfir. Kannski. Kannski.

Það væri þess virði að athuga hér á kvikmyndasafninu hvort við getum ekki staðið fyrir sýningu á henni eins og kollegar okkar í Amsterdam gerðu.

Spurning hvort einhver myndi mæta. Ég myndi amk ekki nenna aftur.

En Hjálmar gat og gerði rétt og fær fyrir það verðlaun. Hlekk frá mér hér til hliðar. En það eru kannski engin verðlaun. Amk ekki góð.
1. vísbending: kvikmyndin segir frá daglegu lífi fólks í smáþorpi.
2. vísbending:
3. vísbendin: mynind er sjö og hálfrar klukkustundar löng.
Föstudagskvikmyndagetraunin:


1. vísbending: kvikmyndin segir frá daglegu lífi fólks í smáþorpi.
2. vísbending:
já - þú segir það - það er föstudagsgetraun og það þýðir aðeins eitt:


FÖSTUDAGSKVIKMYNDAGETRAUN FRJETTABRJEFS FRJÁLSA!!!


að venju: Spurt er um kvikmynd


1. vísbending: kvikmyndin segir frá daglegu lífi fólks í smáþorpi.
Ég held áfram áróðri mínum um gildi strætisvagna: Ég ætti að fara að biðjá Strætó bs um péning fyrir þetta. amk fríar ferðir með þeim.

Ég get vel trúað því að margar af merkustu hugmyndum samtímans hafi fæðst í strætisvögnum. Það er ein af fáum aðstæðum þar sem maður fær algjört tóm til að hugsa. Til dæmis uppgötvaði ég í gær í strætó að sundlaug og gusuland eru anagröm. Merkilegt. Finnst mér. Lundsuga er reyndar af sama toga...

2. feb. 2006

Í tilefni af því að það varð nýr mánuður með tilheyrandi jákvæðri stöðu á bankareikningi (innstæðan þetta rétt slefaði yfir núllið - jú maður er ríkisstarfsmaður og kvartar ekki) tókum við Jóhanna sæta sænska okkur til og fögnuðum ærlega. Svo ærlega að nú bý ég við svo rosalega timburmenn að ég veit vart hvort ég sé að koma eða fara. Þetta er víst ekki hægt lengur að fá sér aðeins neðan í því svona í miðri viku. Mér eldri menn höfðu varað mig við þessu. En þá var ég yngri og trúði þeim ekki. Nú veit ég betur.

1. feb. 2006

Það væri líklega til að æra óstöðugan að ætla að fjalla um undarlegt málfar á mbl.is.

Hins vegar sá ég þetta þar áðan:

Ísraelska óeirðalögreglan lenti í átökum við ofurþjóðernissinnaða gyðinga á Vesturbakkanum í nótt.

Ég held ég hafi aldrei séð eða heyrt orðið ofurþjóðernissinnaður áður. Ætli það sé ekki íslenskun á orðunum extreme nationalist úr ensku sem aftur er oft þýtt sem öfgafullur þjóðernissinni eða álíka á íslensku.

Kannski er ofurþjóðernissinni ekkert verra. Kannski betra.
Á Mbl.is er þessi fyrirsögn:

Leikari úr Benny Hill þáttunum látinn

Spurning hvað þótti fréttnæmt hér. Að maður sé látinn? Að maður hafi leikið í Benni Hill? Að sá maður sé nú látinn? Hver maðurinn er skiptir greinilega litlu máli.

Í öðrum fréttum er að Guðni Ágústsson er starfandi forsætisráðherra...

31. jan. 2006

Ég skil ekki ...

En þessa stundina er ég að hlusta á lýsingu á landsleik Íslendinga og Rússa í handknattleik. Hérna í vinnunni sko. Um leið og ég geri það er ég að skrá stórt og mikið safn rússneskra kvikmynda frá MÍR. Mitt verk þessa dagana. Skrá niður heiti og finna út heitið á rússnensku og umrita af kyrrilísku letri yfir latneskt

Svona: Einu sinni 20 árum seinna - ??????? ???????? ??? ?????? --> Odnazhdy dvadtsat let spustya (Yuri Yegorov 1980)

Þetta verkefni fékk ég eftir að ég opinberaði þann pervertaskap minn að hafa tekið það upp hjá sjálfum mér að læra slíka umritun. Það hófst þegar Hreggi gaf mér rússneskar sígarettur og mig langaði að skilja innihaldslýsinguna.

gaman!
Komst klakklaust í vinnu. Þeir voru tveir s-einarnir samsíða á leið úr Reykjavík í þetta sinn. 5 manns í hvorum.

Ég átta mig ekki á þessi.

Það eru ekki 500 metrar í næstu kjörbúð héðan úr vinnunni. Gengið niður Hvaleyrarbrautina í tvær mínútur þar til komið er að Krónunni. Stundum hitti ég samverkafólk mitt í búðinni og það verður voða hissa. Nei, labbaðirðu!? Þú hefðir átt að biðja okkur um far. Næst verðurðu bara samferð okkur. Nja, tauta ég, ég get nú alveg gengið.

Þá horfa þau á mig eins og ég sé einhver sérvitringur, í einhverju rugli, nýaldarakukli og þess háttar, grænmetisæta og umhverfisverndarsinni. Neinei, vitleysa. Við skutlum þér næst, segja þau og snúa herðum saman. Staðráðin í að frelsa mig frá kuklinu.

Næst læt ég undan. Fæ far í gamalli Fiestu, sem lekur svo sætin eru blaut og köld. Svo láta þau móðann mása og tuða yfir hversu mikil umferðin sé nú. Sjá alla þessa bíla og svo hálftóman strætó, segja þau þar sem við sitjum föst á gatnamótum. Þetta nær engri átt. Í aftursætinu sit ég rassblautur og mæni út um gluggann á kjörbúðina þarna í seilingarfjarlægð. Ég þegi.


Ég átta mig ekki á þessi.

30. jan. 2006

Það er bara svona. Mánudagur og maður er ekkert í vinnunni. Bara heima að tjilla og svona. Kaffi í bolla og polka eitthvað í græjunum. Jámm. Málsgreinargerð tekur nú við.

Hvað á það að vera í þetta sinni?

27. jan. 2006

Já! Konana sem átti ekki orð áðan dembdi sér bara á rétta svarið. Xala er það. Vísbendingin hefur líklega gefið fullmikið. Ég bjóst við að þurfa að gefa aðra. En neinei...

svona er þetta. Annars mæli ég með Xala ef þið getið nálgast hana. Alveg stórskemmtileg. Stórskemmtileg.
Jú ég viðurkenni það. Þetta er ekki auðvelt. En það á heldur ekki að vera það.

Hér er annar frystirammi:




Ég get svo sem sett inn vísbendingu með þessu líka. Hvað á ég að segja? Þessi mynd var til umfjöllunar í kúrsinum Transnational Media and Questions of Identity sem ég sat í fyrra. Þar skoðuðum við heiminn með augum Third cinema hins svokallaða. Þetta ætti að hjálpa heilmikið og nánast gefa svarið.
Þessi kvikmyndagetraun er kannski full auðveld. Blow-Up var það.

Þessi hér er erfiðari. Úr stórskemmtilegri mynd. En hvaða mynd?

Hjammi gerði rétt. Hver sem Hjammi nú er. Wild at Heart var það. Ég heiti einmitt Wild at Heart í símanum hjá Hulla. En það er nú bara af því að Wild at Heart er uppáhalds myndin mín. Eða ein af þeim í hið minnsta.

Jájá - En höldum áfram. Mér skilst að þetta sé svo gaman.

hvaðan er þessi?

Jæja. Föstudagskvikmyndagetraunin hófst svo sem síðasta miðvikudag. En við höldum bara áfram.

Hvaðan er þessi:
uh

ég var sofnaður þetta um klukkan ellefu í gærkveldi. það var því ekki erfitt að vakna snemma í morgun. Annars fór ég í haust yfirleitt á fætur klukkan sjö, náði sturtu og kaffibolla og fréttalestri áður en Þorri skreið á fætur og varð samferða mér með s-einum.

EN nú ræður myrkrið ferð minni á morgnanna og þá er bara best að halda sig uppi í rúmi. En sem sagt. Mættur til vinnu og klukkan ekki orðin níu. Í annað skipti í vetur.

Best ég mæti bara strax í bollann!

26. jan. 2006

Jú - siggi átti þetta: Hiroshima, mon amour.


Höldum bara áfram - hvaðan er þessi:

ÞG gat rétt:

Annars ætla ég að sökkva mér í vinnu núna. Skelli inn stillu úr mynd sem mér varð hugsað um á meðan ég beið eftir strætó í morgun.

Hvaðan er þetta:

S-einn stóð undir nafni í dag eins og flesta aðra daga. Mér finnst ágætt að ferðast með strætó. Næ yfirleitt að lesa mestmegnis Fréttablaðið á leiðinni. En mér finnst ekki gaman að bíða eftir strætó. Mér finnst ekki gaman að bíða yfir höfuð. Þoli það ekki.

Nei, myndin hér að neðan er hvorki úr For a Few Dollars More né The Good, the Bad and the Ugly hans Leones míns.

25. jan. 2006

Jú, þetta var Nikita. Kannski ekki erfitt. En hvað um það. Kristín vann.

En hvað með þessa:


Uh - þar sem mér leiðist svo óstjórnlega hér og nú ætla ég að verða við ósk Gullu og skella fram kvikyndagetraun. Í þetta sinn í nokkuð öðruvísi mynd. Nefnilega í formi myndar. Úr hvaða kvikmynd er þessi frystirammi (stillframe)?
Hjörtur heiti ég. Þið vitið það kannski flest. Frjálsi er kannske bara svona alias hjá mér. Hjössi þá viðurnefni, yfirleitt notað með auknefninu frjálsi, eða skyldi það vera ákvæðisheiti? Jæja, hvað um það. Ég reit um þetta ritgerð fræðiliga fyrir réttum tveimur árum. Reit um þá ritgerð á þetta blogg fyrir tveimur árum.

En ég heiti sum sé Hjörtur og hlusta nú á Death Cab for Cutie sem mér finnst alveg hreint hið fínasta band. Það er Rás2 sem veitir mér þá fróun í þetta sinni.

Annars var um helgina málþing sem ég missti af. Fjallaði það um stöðu íslenskrar túngu. Það fór alveg framhjá mér. Sem er verra því þar hefði ég viljað vera þátttakandi. En hann Páll Valsson tók þar til máls og sagði að að óbreyttu yrði íslensk túnga ekki lengur töluð eftir um 100 ár.

Það held ég að sé satt. Ef íslensk túnga breytist ekkert næstu 100 árin verður líklega afar erfitt að tjá sig á henni. Fái málið hins vegar að taka þeim breytingum sem því eru nauðsynlegar um leið og við hlúum að því með virkri málnotkun og íslenskukennslu og rannsóknum til að efla skilning okkar á því, þá mun það gagnast okkur nokkuð lengur en næstu 100 árin. Eitt sinn notuðu menn grjót til að opna hnetuskurn til að hafa eitthvað í sig. Í dag notum við dósaopnara til að opna áldósir til að nærast.

Túngumálið er tæki sem við notum til að takast á við vandamál samtímans.

Ég fæ ekki séð að íslenskunni sé ógnað á meðan agnarsmá börn finna upp nýjar leiðir til að nota hana í nútímasamskiptum eins og t.d. sms-skilaboðum. Það er einmitt það sem íslenskunni er svo nauðsynlegt til að hún fái dafnað í framtíðinni. Að málhafar hennar geti notað hana og beitt á ný vandamál.
Mest langar mig til að grenja yfir þeim ömurleg heitum sem þjóðfélag okkar einkennist af. Stórkapítalískt samfélagið fer illa með sálartetrið mitt. Sút mér fló í brjóstið inn. Viðbjóður. Hversvegna er það að maður sér í einni fréttinni mann sem þarf að lifa af 75þúsund krónum á mánuði og býr við sjúkdóm sem á eftir að draga úr honum lífið smátt og smátt. Og í hinni sjáum við fólk sem fær tvöþúsund sinnum þá upphæð fyrir það eitt að hætta í vinnu hjá fyrirtæki. Það er það sama og maðurinn sem upp á tryggingastofnun fær á rúmum 160 árum, það er ef hann þarf ekki hreinlega að borga það til baka.

Stundum langar mann bara til að hengja sig!

24. jan. 2006

thorrablot


Picture 141
Originally uploaded by johannak.
Jájá annars fór maður nú bara á Þorrablót í Þórsmörk um helgina. Jájá. Helvíti gaman bara. Skemmtilegast í bíltúrnum. Svo gaman eitthvað að hossast um í snjó og ám og hrauni.

Hins vegar er ég orðinn sársvangur. Enda ekkert búinn að borða í dag og klukka bara að verða þrjú. Veðrir býður kannski ekki upp á það en ég er að spá í að ganga út í búð og kaupa mér - u - hádegismat.

20. jan. 2006

Í dag er föstudagur. Jamm.

Á föstudögum þykir mér huggulegt að koma við á krá eftir vinnu hvar ég hef mælt mér mót við Jóhönnu og kannski einhverja aðra. Fara svo heim og elda eitthvað fljótlegt og gott og hlamma mér svo fyrir framan imbann, kannski með rauðvín í glasi og klappa Jóhönnu. EN en um það leyti, uppúr átta á föstudögum, yfirleitt kallað PRIME-TIME, sýnir RÚV okkur hálftíma af LATABÆ! Skil ekki. SKIL EKKI. Svo yfirleitt hellum við Jóhanna bara í okkur rauðvíninu og förum svo bara upp í rúm. Sem er svo sem alveg frábært.

En - ú á latabæ - samt.
Hárrétt hjá Kristínu nokkurri. Ætli það sé ekki parísardaman. Koktebel er svarið.
Það er helvíti fín ræma og hægt að leigja á DVD á Aðalvídeóleigunni.

Kristín fær verðlaun: Perfect Strangers í leikstjórn Gaylene Preston.

Ég var farinn að verða hræddur um að þurfa að hverfa inn í helgina án þess að svar fengist. Kristín bjargaði helginni.
ekki gengur þetta


1. vísbending: Spurt er um kvikmynd.
2. vísbending: Kvikmyndin er í flokki svo kallaðra vegamynda (road movie).
3. vísbending: Titill myndarinnar er dreginn af bæjarnafni.
4. vísbending: Kvikmyndin fjallar um ferðalag feðga til þessa bæjar.
5. vísbending: Kvikmyndin er rússnesk.
Já!

Er ekki best að gera þetta á klukkutímafresti. Helvíti góðar tillögur til þessa. Keppendur greinilega orðnir þjálfaði í Kvikmyndagetraun Frjálsa. En ekki nógu vel!

1. vísbending: Spurt er um kvikmynd.
2. vísbending: Kvikmyndin er í flokki svo kallaðra vegamynda (road movie).
3. vísbending: Titill myndarinnar er dreginn af bæjarnafni.
4. vísbending: Kvikmyndin fjallar um ferðalag feðga til þessa bæjar.
Afhverju fær Hemmi Gunn atkvæði í keppninni um kynþokkafyllsta karlinn en ekki ég? Og Karl Sigurbjörnsson!?

Síminn er 4644444!


1. vísbending: Spurt er um kvikmynd.
2. vísbending: Kvikmyndin er í flokki svo kallaðra vegamynda (road movie).
3. vísbending: Titill myndarinnar er dreginn af bæjarnafni.
Það er verið að kjósa kynþokkafyllsta karlmanninn á rás tvö í dag.

ehm ;) ;)


1. vísbending: Spurt er um kvikmynd
2. vísbending: Kvikmyndin er í flokki svo kallaðra vegamynda (road movie).
Ég held að þetta sé þriðji föstudagurinn í röð sem væg timburmenni hrjá mig.
En það er föstudagur og það þýðir bara eitt: FÖSTUDAGSKVIKMYNDAGETRAUN FRJÁLSA



1. Vísbendin: Spurt er um kvikmynd!

19. jan. 2006


Almennilegur áróður. Sú var tíðin. Ég held að umhverfisráð Reykjavíkur og Strætó og fleiri aðilar ættu að taka upp almennilega áróðurstækni í stað þessarar veiklulegu auglýsingaherferðar sem virðist ekki einu sinni lengur í gangi.

Koma þarf í kollinn á fólki að hætta þessari yfirgengilegu notkun einkabílsins sem nær engri átt. Engri átt.

Uh

Hvenær ætli þessi stefna komi aftur í auglýsingum. Svona teiknaðar myndir af salti jarðarinnar í einhverri múnderingu með verkfæri og viðeignandi tól.

Ég held að það sé ekki langt í það. Ekki langt. Óekki.

Annars dauðleiðist mér hér. Dauðleiðist. Sjáum hvort símtalið komi og til hvers það leiðir.

Annars var bráðskemmtilegt að horfa og hlusta á Skakkra manna geð í gærkvöldi.
Sannfróðir segja að í dag sé 19. janúar. Ég tek því með fyrir vara. Símtal í gær lofar góðu. Sjáum hvað símtal í dag leiðir af sér. Emilíana Torrini að söngla í útvarpinu. Einu sinni var ég ósköp skotinn í henni. Þá var ég nú bara unglingur. Hún líka.

Nú er ég skotinn í allt annarri konu. Meir að segja ástfanginn. Við erum engir unglingar. En ekkert gömul. Alls ekki.

17. jan. 2006

Annars skilst mér að það séu fregnir úr Svíþjóð...
Eins og Eiríkur Jónsson: Hlusta á rás tvö þegar ég er í vinnunni. Er orðinn nokkuð leiður á þessu. Mestmegnið gengur þetta út á að gefa bíómiða og miða í leikhús og geisladiska. Svo svona rövl um ekki neitt og mestmegnis sama tónlistin spiluð dag frá degi.

Er popplandspáfum farið að förlast. A.m.k. er brot úr degi hundleiðinlegt. En ekki skil ég af hverju er verið að gera greinarmun á þessu þáttum, Brot úr degi, Poppland. Þetta er nákvæmlega sama síbyljan. Fyrir utan Kappana Ágúst og Óla Palla. En þeir megar taka sig á. Spila áhugaverðari tónlist og svona. Meiri tónlist. Minna mas. Hætta að hleypa hlustendum í loftið.

Annars beið ég í 40 mínútur eftir strætó áðan. Hringdi í strætó. Þeir eru allir fastir í Hafnarfirði.

Má ekki ræsa út aukavagna þegar slíkt gerist? Ég verð í allan dag að losna við kuldahrollinn.

16. jan. 2006

Mánudagur. Það er mánudagur og á mánudögum vinn ég heima hjá mér. Í dag var vaknað óþarflega seint. Nú finnst mér tíminn hafa hlaupið frá mér. En hér sit ég með kaffi í bolla og Ella Fitzgerald er eitthvað að raula við fagra píanóhljóma. Úti situr mjöllin í faðmi rólegheitanna. Sturtaður er ég og fínn en að venju ógreiddur. Hins vegar eru allir reikningar greiddir og ég er skuldlaus við menn og mýs. Það þýðir þó ekki að fjárhagsstaðan sé langt yfir núlli. Hún hangir þar rétt fyrir ofan.

En það er í lagi

13. jan. 2006

Allt í einu núna varð fólk voða pirrað á DV. Það þurfti sjálfsmorð einkvers karlaumingja til. En ágætt svo sem. Að fólk skuli loksins hafa áttað sig.
Annars.........

11. jan. 2006

Ég vaknaði með All I want for Christmas á heilanum.

Sönglaði það í strætó á meðan ég barðist við feyknarstóra flís í hægri lófa.

10. jan. 2006

Einusinni notaði ég hotmail

ég hætti því vegna þess að ég það yfirfylltist af einhverjum viðbjóði - klámauglýsingum og viagra og svona. ég tékka samt einstaka sinnum á póstinum mínum þar því enn eru sauðir sem senda mér á frálsanetnfangið á hotmail í stað hjortur á gmail.

um daginn barst mér þetta í hotmail:

"Hello have a good day,I am not sure where to begin,it is first time I try to use internet tomeet the man but the thing is,that I will work abroad I can choiceUSA,Canada or Europe and I would like to meet the man to share freeevenings and be my guide. My friends helped me to send a few lettersto different address and I do hope that I am lucky to meet good andkind man.you should know that now I live in Russia and my goal is to leave thiscountry because it is impossible to live here for young pretty woman.they tell I look well enough,I am blonde with blue eyes,I am natural blonde.I will send a few photos if you reply.if you don't have wife nor girlfriend ,maybe we could try to meet?I am free I have not children .and I have not boyfriend here.I am 25 years old ,please write to me directlyto my mail- fruy1@pochta.ru See you soon ,with great hope."

Skonrottan: Bíðið spennt
þriðjudagar

9. jan. 2006

uh

já - ég ætlaði að segja eitthvað hér en nú man ég ekkert hvað það er...
jæja ... þá segi ég bara eitthvað annað í staðinn:

Ummæli Tarantinos. Þau koma mér ekkert á óvart enda er þetta að mörgu leyti satt. Íslenskar konur geta átt það þið að vera alveg skelfilega fullar, bæði ærslafullar og blindfullar af áfengi. En það á svo sem ekkert bara við um íslenskar konur. Íslenskir karlar eru jafnan alveg jafn fullir, yfirleitt heldur meir en konurnar. Íslensk ungmenni eru nefnilega sérstaklega vúlgar. Því hef ég komist að eftir flakk mitt, tja, amk um Evrópu. Fylleríið niðrí bæ er einhvernveginn allt annað meira en víða annarsstaðar. Það eru kannski helst bretar sem ná að toppa okkur í drykkjulátum.

Svo mér finnst nú ekkert skrítið að Tarantionu hafi verið tíðrætt um þessa siði íslenskra ungmenna. Það er heldur ekki skrítið að hann hafi nefnt sérstaklega stelpur þar sem honum var vísvitandi komið fyrir inn í herbergi sem hafði verið fyllt af föngulegum fljóðum. Er það ekki heldur það sem við eigum að setja spurningamerki við? Að þegar stjörnur lenda á Íslandi eru einhverjar stelpur úr fegurðarsamkeppnum ræstar út til að skemmta þeim!


ha?
nýtt ár og ég er heimavinnandi á mánudögum. gvuð hvað það er ágætt.
kaffi í blolla og róleg tónlist og konan mín á vappi í kringum mig.

þetta er ágætt - og ágætt er betra en gott.

7. jan. 2006

En auðvitað nýtist peningurinn sem Hjálparsveit skáta fær úr sölunni ágætlega til að bjarga týndu jeppafólki og frönskum túristum af hálendinu.

Húrra fyrir því


Annars verður þessi laugardagur að mestu nýttur til að horfa á Spartakus. A.m.k. næstu þrír klukkutímar og níu mínútur.

6. jan. 2006

Mér brá nokkuð þegar ég steig um borð í Flugleiðavél í gærkvöldi (já ég er einn af þeim sem kalla Icelandair enn Flugleiðir) en á miðanum mínum stóð skýrum stöfum Iceland Express. Það kom svo á daginn að tvær Iceland Express-flugfreyjur vorum um borð svo offissíal mátti kalla þetta Iceland Express-flug.

Í Flugleiðavélinni las ég Moggann sem ég keypti fyrir 200 krónur. Ég las líka International Herald Tribune sem ég fékk ókeypis á flugstöðinni. Mogginn var sextíuogeitthvaðsíður, Herald Tribune var sextán síður. Ég las Moggann á tíu mínútum. Ég las Herald Tribune í klukkutíma þegar ég hætti og lagði mig.

Í Mogganum var þó eitt sem vakti athygli mína. Íslendingar sprengdu meira en hálfan milljarð um áramótin.

Fyrir þennan pening er t.d. hægt að:

Útvega 200.000 ábreiður til að vernda ungabörn frá vetrarkuldum.
Útvega næringarríkan mat til að fæða 145.000 börn í 30 daga.
Kaupa um 1,9 milljónir penisilínskammta.
Bólusetja 10 milljónir manna gegn mislingum.
Bólusetja 500.000 börn gegn þeim 6 helstu sjúkdómum sem ógna lífi þeirra í dag.
Útvega 750.000 kassa af próteinríku kexi sem nota má í neyðarhjálp.

Fyrir hálfan milljarð má bjarga svo ótalmörgum mannslífum. En við kjósum að sprengja velmegun okkar í loft upp og mála himininn í tvær klukkustundir.

Húrra fyrir okkur!
Sigga og Gunnhildi
Fabian
Lisu og Patrick
Christian og Louise og Margrethe

Þakka ég kærlega fyrir hittinginn og samveruna í misstuttan tíma síðustu viku

Þetta var frábært og ég hef ekkert meir um það að segja.
Útlönd rúla - Ísland sökkar. Við Jóhanna ráðgerum flutning af Íslandi í nánustu framtíð.