11. júl. 2006

De grote reis door Oost-Europa

ða ferðin mikla um Austur-Evrópu

Nú fer allt að smella saman. Stefnan er fyrst tekin á Gautaborg og þaðan verður flogið til Prag og með góðri hjálp uppáhalds systur minnar verður tekinn bíll á leigu og keyrt:

Tékkland, Slóvenía, Króatía, Svartfjallaland og til baka. Auk þess korter í Herzegóvínu, s.k. inn-út aðgerð.

Hvað segið þið? Einhver ráð, vísbendingar, tillögur?

Annars telst þetta nú líklega meira til Suður-Evrópu. A.m.k. Suð-Austur Evrópu.

5 ummæli:

Pétur Maack sagði...

Heyrðu já, eitt komment frá Mokknum, fariði endilega í gegnum Slóvakíu líka og komið við í Bratislava. Þar er nauðsynlegt að koma upp í veitingastaðinn sem er í brúarturninum. Aldeilis magnað útsýni skal ég segja þér!

Króinn sagði...

Hljómar assskoti vel. En hvernig er það, verður ekkert komið við í Köben á leiðinni frá Jöhhteborg?

Fjalsi sagði...

Sjáum til með Slóvakíu.
En þar sem IcelandExpress flýgur beint á milli Gautaborgar og Reykjavíkur er Köben orðin krókur

Nafnlaus sagði...

Það er Íslendingasegull í platta Jónasar. Þið sogist til Kaupmannahafnar hvort sem ykkur líkar betur eða verr.

Fjalsi sagði...

í því samhengi má síðan velta fyrir sér hvort krókur sé betri en kelda.