4. júl. 2006

World Press

Ég fór með Jóhönnu á útsölu um daginn. Í kringlunni. Á meðan hún keypti sér skó gekk ég um og fylgdist með öllum hliðum mannlegs harmleiks. Ekki hjá samborgurum mínum í kringlunni heldur fólki í útlöndum sem má þola stríð og ofbeldi, náttúruhamfarir og aðrar hörmungar. Í gangi var sýningin World Press Photo.

Ég er enn að reyna að átta mig á hvað mér finnst um að hafa sýninguna í Kringlunni. Gott dæmi um fyrringuna á vesturlöndum eða góð aðferð til að sýna sem flestum hvað við höfum það í raun gott?

Meira um það á Múrnum á Laugardaginn.

Engin ummæli: