Um þessar stundir gengur Framsóknarflokkurinn í meinta endurnýjun lífdaga.
Öll forystusveitin hefur undanfarið komið fram í fjölmiðlum og tjáð sig um vanda flokksins.
Í þeirri umræðu hefur aldrei komið fram að hugsanlega geti vandi flokksins stafað af ótraustri málefnastöðu flokkins sem hjóti einfaldlega engan hljómgrunn á meðal fólksins í landinu.
Eða er ég kannski bara einn um þá skoðun?
2 ummæli:
Því miður er alltaf til nóg af fíflum sem eru til í að láta plata sig af loforðaflaumnum í Framsókn fyrir hverjar kosningar. Ég er á því að það öðru fremur haldi þessari vinnumiðlun á róli.
Þessi færsla minnir dálítið á stefnuskrá framsóknarflokksins - maður fær á tilfinninguna að verið sé að lesa bergmál!
Skrifa ummæli