Ég var rétt í þessu að klára kafla í ritgerðinni minni sem heitir því skemmtilega nafni Nicknames and power (kaflinn sko, ritgerðin heitir miklu flottara nafni: Nick, is that your real name?) hvar ég komst á svo mikið flug í femínískum hugleiðingum að ég held ég hafi slegið öll mín fyrri met. Í byrjun fjalla ég sakleyslega um tungumál og áhrif en svo skipti ég beint í þriðja og snerti á þeim athygli verða punkti að karla nota gælunöfn meir en konur og svo undir lokin kemst ég að þeirri niðurstöðu að þessi leið karla að nota gælunöfn sé enn ein leiðin til að vera ofan á í samfélaginu.
Full langt mál að rekja það hér hvernig ég kemst að þeirri niðurstöðu svo ég sleppi því. ... ... Nei annars. Ég rek það hér í örstuttu máli. Með því að nota gælunöfn, þ.e. að kalla fólk með gælunafni, er maður að setja viðkomandi á ákveðinn stall, undir sig þ.e. en um leið að fara inn fyrir ákveðin persónuleg mörk. Öfugt við það sem gerist þegar þú kallar einhvern með fullu nafni þegar þú skammar hann. Þá seturðu viðkomandi einnig á stall undir þig, en um leið heldur þú ákveðinni fjarlægð, eins og yfirvaldið. Með því að fara þá leið að nota gælunafn ertu í raun að villa á þér heimildir, Yfirvaldið sem stígur inn fyrir persónulegu mörkin, svona eins og úlfur í sauðagæru. Þetta á að sjálfsögðu við um aðstæður þar sem annar notar gæunafn en hinn ekki. Í aðstæðum þar sem báðir aðilar nota gælunafn er hins vegar um önnur áhrif að ræða að marka sig sem hluta af ákveðinni heild. Það er hin leiðin sem karlar fara, að kalla sig hver annan með gælunafni og sýna á þann hátt samstöðu. "Við erum þeir sem stjórnum. Það erum við sem köllum fólk með gælunöfnum".
Hvað um það. Þeir sem vilja vita meira verða bara að lesa ritgerðina mína.
En stelpur - passið ykkur á þessu klóka útspili karlanna. Þetta er ósköp laumulegt hjá okkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli