Sýnir færslur með efnisorðinu tónlist. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu tónlist. Sýna allar færslur

3. apr. 2010

Rokk og ról

The Oholics sitja nú í elhúsinu mínu og leika háværa rokkmúsik. Þetta er allt liður í verkefninu inmykitchen.

Ég held það hafi brotnað uppúr jaxli í mér. Systkin mín komu hingað um helgina. Jóhanna fór frá mér tímabundið og málaði Köben rauða. Páskar á morgun og svona. Og fokkins níu daga frí framundan

30. júl. 2008

Rammstein

Rammstein-safnið mitt kom líka í ljós við geisladiskasafnsendurröðunina. Auðvitað er bara hægt að spila Rammstein á hæsta styrk, Jóhönnu og nágrönnum mínum til ama. Málararnir sem eru hér á vinnupöllum fyrir utan gluggan virðast skemmta sér og dilla sér við massívan og graðan gítartaktinn.

Annars verður ekkert lát á þessari eindæma veðurblíðu hér. Um 30 stiga hiti þriðja daginn í röð. Svo les maður um 10 gráðum minni hita á Íslandi og kætist líka við það.

Jú, þetta er ágætt og sannkallað.