(#twitter) Eg held senn til heimahaganna. Seinast þegar ég tilkynnti á Facebook að ég skyldi halda til heimahaganna límdi Guðlaugur Jón á færsluna kvæði:
ó, fjársnauði, aldraði vinur, hve fúl er vor glíma!
Hví fjötrar oss skyldan? Hví nagar oss lífsleiðinn grái?
Læstir á skrifstofum, límdir við flöktandi skjái
við leitum í ylinn frá minningum liðinna tíma.
Er við vorum ungir og ókunnir hversdagsins puði
almúgafólksins er lífsgæðahildina háði,
er lífið úr lukkunnar staukum á veg okkar stráði
og ljómandi fríðir við blótuðum æskunnar guði.
Um vetursins frosthörkur vináttan leið okkar lýsti
uns vorsólin litfögur iljaði sálunum ungu
og lóurnar, léttar í spori, af túnblettum sungu
lofsöngva, okkur til dýrðar, með kátlegu tísti.
Þeir mildustu dagar enn merla í draumsýnum mínum
er mæta við örkuðum sólbjarta æskunnar vegi
og vormild hún vermir mér, nú þegar kular af degi
vonin um eilífa hlýju í örmunum þínum.
Nú skal haldið heim á ný og af því tilefni svaraði ég Guðlaugi á vegginn hans í dag:
ó, vinur! Hve hefur oss veröldin alið með blíðu
og vinskapinn okkar ræktað með ástríki í hjarta,
framgangi sáldrað um framabraut lífsgeislans bjarta
og fróðleik sem lýsir oss veg gegnum hversdagsins stríðu.
Víst gaf oss tilveran ungdómsins ómældu þýðu.
Um ástleysi, víl eða hörku ei þurftum að kvarta.
En mundu að minningum einum ei dugir að skarta
um munúð og hamingju æskunnar, sveindómsins fríðu.
Er hún þér glötuð, frygðin sem bar oss á brjósti?
Bölvar þér lífið og svarar þér aðeins með þjósti?
Vermir ei kætin þér nú þegar kular af degi?
Því gleðin hún lýsir víst enn í lífinu okkar
sem lífgandi andblær um ókominn tíma hún skokkar
og veita mun huggun á ellinnar holótta vegi.
Svo mörg voru þau orð og verðugt að halda þeim til haga.
Sýnir færslur með efnisorðinu kveðskapur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu kveðskapur. Sýna allar færslur
29. okt. 2010
19. mar. 2009
Vorvísa
Þessi er akkúrat fimm ára gömul. Hún á akkúart jafnvel við núna hér í Gautaborg og í Amsterdam 15. mars 2004.
Það er sólskin úti og sumarhjörtun tifa,
syngjandi fuglar á trjánum allt í kring.
Á degi sem þessum er dásamlegt að lifa
svo dansandi glaður af ánægju ég syng.
Seisei já!
Köben um helgina. Það er klárt mál.
Það er sólskin úti og sumarhjörtun tifa,
syngjandi fuglar á trjánum allt í kring.
Á degi sem þessum er dásamlegt að lifa
svo dansandi glaður af ánægju ég syng.
Seisei já!
Köben um helgina. Það er klárt mál.
11. nóv. 2008
Kveðist á
Sumarið 2003 bjó ég með frænda mínum, Guðlaugi Jóni, á Ásvallagötunni. Alls ekki svo fjarri uppeldisstöðvum okkar beggja. Var samvistin yndisleg og ástin okkar á milli óx með hverjum deginum. Það var því sárt þegar við fluttum í sundur, ég til Amsterdam og Gulli aftur í öruggt Sörlaskjól foreldra sinna. En við héldum sambandi þó á meðan vist minni erlendis stóð og flugu á milli landanna kvæði. Hér eru þau fáu sem ég man:
Orti Gulli JónTil vitnis um það hversu vist okkar saman var góð
ég vil að þú þyggir af mér örlitla borgun
Ég átti' ekki konfekt en orti í stað þetta ljóð
það óx eins og rós uppúr koddanum mínum í morgun
Orti Hjörtur
Ég ákvað að senda þér örlítið kvæði
engillinn minn í fjarlægri borg
því hryggðin er stór og sem hjarta mitt bræði
er harmurinn meiri en veraldar sorg
En senn birtir til og brátt munu slá mér
bjartsýnisdagar hamingju tón
því heldurðu ekki ég hafi þig hjá mér
í huganum mínum, Guðlaugur Jón?
Reit Guðlaugur
Frygðin er Guðlaugi fánýt sem lín
því frændi hans hvarf yfir sæinn
hamingjuóskir frá honum til þín
Hjörtur, á afmælisdaginn
Reit Hjörtur
Guðlaugur, ást mín á þér er sönn eins og sólin.
Ég sakna þín sem geislum hennar nemur.
Sú hugmynd að þú komir hingað til mín um jólin
mun hætta að virðast svo fjarlæg þegar þú kemur.
Orti Gulli JónTil vitnis um það hversu vist okkar saman var góð
ég vil að þú þyggir af mér örlitla borgun
Ég átti' ekki konfekt en orti í stað þetta ljóð
það óx eins og rós uppúr koddanum mínum í morgun
Orti Hjörtur
Ég ákvað að senda þér örlítið kvæði
engillinn minn í fjarlægri borg
því hryggðin er stór og sem hjarta mitt bræði
er harmurinn meiri en veraldar sorg
En senn birtir til og brátt munu slá mér
bjartsýnisdagar hamingju tón
því heldurðu ekki ég hafi þig hjá mér
í huganum mínum, Guðlaugur Jón?
Reit Guðlaugur
Frygðin er Guðlaugi fánýt sem lín
því frændi hans hvarf yfir sæinn
hamingjuóskir frá honum til þín
Hjörtur, á afmælisdaginn
Reit Hjörtur
Guðlaugur, ást mín á þér er sönn eins og sólin.
Ég sakna þín sem geislum hennar nemur.
Sú hugmynd að þú komir hingað til mín um jólin
mun hætta að virðast svo fjarlæg þegar þú kemur.
14. apr. 2004
27. jan. 2004
Ef einhvern langar til að senda mér Pathetic Me með Funerals má hinn sami gera það.
Ég er skíthaugur á tánum ég held ég fari í fótabað
Réttu mér vatnsglas ég ætla að henda því í gólfið og brjóta það
ganga svo á glerbrotum og skera mig í iljarnar
láttu mig vera ég geri það sem ég vil þarna
Þú er asni, kúkur aumingi
Þú hnýtir flugur eins og Jón Ingi
Eins og aparnir á Alþingi
sem kunna bara alls ekki
á mannleg samskipti
og það skiptir ekki máli hvort það sé framsókn eða samfylking
þetta er allt sama helvítis ruglið
tilgangslausta eilífðar þruglið
um niðurskurð og botnvörpur
þetta er orðið gott Hjörtur.
Ég er skíthaugur á tánum ég held ég fari í fótabað
Réttu mér vatnsglas ég ætla að henda því í gólfið og brjóta það
ganga svo á glerbrotum og skera mig í iljarnar
láttu mig vera ég geri það sem ég vil þarna
Þú er asni, kúkur aumingi
Þú hnýtir flugur eins og Jón Ingi
Eins og aparnir á Alþingi
sem kunna bara alls ekki
á mannleg samskipti
og það skiptir ekki máli hvort það sé framsókn eða samfylking
þetta er allt sama helvítis ruglið
tilgangslausta eilífðar þruglið
um niðurskurð og botnvörpur
þetta er orðið gott Hjörtur.
24. nóv. 2003
Litli sunnudagur - eina ferðina enn!
Erfið var hún blessuð síðasta vika og tók á skrokkinn minn litla vesæla. Svaf í nótt sem aldrei fyrr og hélt ég myndi aldrei vakna. En nú er ég klæddur og kominn á ról - í köflóttum sokkum og bleikum kjól.
Liisa þreif eldhúsið um daginn. Ég ákvað að flýja borgina á meðan og skellti mér til Utrecht. Liisa þreif eldhúsið í 2,5 klst (tvær og hálfa klukkustund en á ensku two and a half hours, meikar ekki sens þessi enska sko), vaskaði allt sem hægt var að vaska og ryksaug gólfið tvisvar og skúraði tvær umferðir. Ég leyfi mér að segja það, sem er ekki fallegt að skrifa illa um annað fólk á netinu, sér í lagi þegar það getur ekki lesið það sér til varnar, eða þannig, hún er fokkt opp!
Erfið var hún blessuð síðasta vika og tók á skrokkinn minn litla vesæla. Svaf í nótt sem aldrei fyrr og hélt ég myndi aldrei vakna. En nú er ég klæddur og kominn á ról - í köflóttum sokkum og bleikum kjól.
Liisa þreif eldhúsið um daginn. Ég ákvað að flýja borgina á meðan og skellti mér til Utrecht. Liisa þreif eldhúsið í 2,5 klst (tvær og hálfa klukkustund en á ensku two and a half hours, meikar ekki sens þessi enska sko), vaskaði allt sem hægt var að vaska og ryksaug gólfið tvisvar og skúraði tvær umferðir. Ég leyfi mér að segja það, sem er ekki fallegt að skrifa illa um annað fólk á netinu, sér í lagi þegar það getur ekki lesið það sér til varnar, eða þannig, hún er fokkt opp!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)