Sýnir færslur með efnisorðinu matur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu matur. Sýna allar færslur

16. jún. 2013

Lax



Í dag rigndi og deginum var að mestu eytt heima. Jóhanna og Nói fóru saman út áður en regnið skall á. Þau urðu strandaglópar á Kardemumman. Ég fór á hjólinu til að hitta þau og til að kaupa lax. Hann var ég að útbúa núna og henda inn í ofn ásamt með kartöflum:

Ofnbakaður lax og kartöflur:

 Hálft kíló af kartöflum skornar í báta.
Sítróna, eða tvær
Ólifuolía, slatti
Tvær gulrætur
Tveir stilkar af rósmarín
Salt
Pipar

Hrært saman í skál þannig að hver bátur er þokkalega þakinn rósmarín. Fullt af öllu bara.
Inn í ofn í skúffu á 225 í 45 mín.  Hrært í og kreist úr meiri sítrónu í hálfleik

Laxbitar, nóg fyrir hvern og einn settir í eldfast mót
Kreist úr hálfri sítrónu yfir bitana
Salt og pipar
Nokkrar rósmarínnálar og matskeið af fersku timjan fínsaxað og borið á laxbitana
Inn í ofninn síðasta korterið eða svo

Þetta er ekki vont.

20. feb. 2013

Way Cup

Þetta er svona eitthvað súper trendí ekó kaffihús. Ágætt að sitja hér og sækja næringu í hlénu á Starta företag-dagen!

12. mar. 2010

Endurlífgun bloggsins (einu sinni enn)

Kæru lesendur (sem sagt Siggi og Berglind)


Enn einu sinni held ég á vit endurlífgunartilrauna bloggsins. Þeir sem fylgst hafa með þessum bloggi (já, beygist eins og lókur) vita að slík umsvif eru ekki endilega merki um tíðari færslur eða vitsmunalegri umræðu hér. Mestmegnis bara fikt og dund af minni hálfu við að skoða nýjar víddir netsins.

En sjáum til.

Annars tók ég upp á því í gærkvöldi að búa mér til sinnep. Það er bæði einfalt og flókið. Sérlega einföld uppskrift en sérlega flókið að ná hlutföllunum rétt. Enn flóknara verður dæmið þar sem sinnep er þess eðlis að það er eiginlega ekki hægt að smakka sig áfram. Eftir þriðja smakk er maður eiginlega búinn að missa allt bragðskyn. Fyrir nú utan að sinnep nær ekki rétta bragðinu fyrr en töluvert eftir blöndun, það þarf að fá að setjast aðeins og jafna sig.

En svona er uppskriftin mín nokkurnvegin:

Sinnepsduft (enskt)
Kalt vatn (sænskt)
Eplaedik (sænskt)
Viskí (japanskt, sjá fyrri færslu)
Salt (franskt)
Basillika (uppruni óþekktur)
Chili pipar (þýskur)
Hunang (danskt)

Hlutföllin eru meira eða minna einn hluti vökva á móti tveimur af dufti. Svo er bara að passa að hafa ekki of mikið af ediki og viskíi á kostnað vatns og að edikið og viskíið vegi ekki út hvort annað. Hunang svo bara eftir því hversu sætt sinnepið á að vera. Eiginlega ætti að vera smá hvítvín í þessu líka, en ég átti ekkert hvítvín í gærkvöldi útaf helvítis sýstembólaginu.