Sýnir færslur með efnisorðinu sól. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu sól. Sýna allar færslur

26. feb. 2013

Sólardagur

Það er ekki beinlínis hlýtt úti, en sólin skín og það er einhver vorstemming í loftinu. Ætli það séu þó ekki tveir mánuðir í almennilegt vor hér. Þá sest maður nú væntanlega úti við biscotti og fær sér sinn dúbbel ameríkanó. Því varla fer maður að bregða út af vananum, þótt sól hækki á lofti.