Það er ekki beinlínis hlýtt úti, en sólin skín og það er einhver vorstemming í loftinu. Ætli það séu þó ekki tveir mánuðir í almennilegt vor hér. Þá sest maður nú væntanlega úti við biscotti og fær sér sinn dúbbel ameríkanó. Því varla fer maður að bregða út af vananum, þótt sól hækki á lofti.
26. feb. 2013
25. feb. 2013
Morgunkaffið
Þetta er orðinn huggulegur vani. Dúbbel ameríkanó á biscotti. Í þetta sinn er helgarútgáfa Financial Times með í för. Maður er jú að stefna í að verða kapítalisti. Seisei já.
21. feb. 2013
Starta företag-dagen
Við Jóka sátum fyrirlestrardag í gær, Starta företag-daginn. Þar koma fulltrúar frá skattstjóranum, tryggingastofnun, fyrirtækjaskrá og tollinum og kynna manni ferlið við að stofna og reka fyrirtæki. Alveg hreint brilliant fyrirlestrar og heilmikið á þessu að græða.
Þetta er enn eitt dæmið um þennan bómullarhnoðra sem sænska kerfið hefur mann vafið inn í. Það er eiginlega sama hvað maður tekur sér fyrir hendur, alltaf fær maður þá tilfinningu að yfirvöld haldi tryggilega í höndina á manni alveg frá byrjun.
Þegar við áttum von á Nóa var það foreldragrúbban, kynningarfundur um fæðingarorlof og kynning á fæðingardeildinni. Alltaf er gengið úr skugga um að maður sé með á nótunum og fólkið þreytist ekki á að minna mann á að það sé að vinna fyrir okkur og við eigum að vera í bandi ef eitthvað er.
Kannski er þetta sama heima á Íslandi. En samt hef ég meira á tilfinningunni að viðhorf yfirvalda sé meira svona: Þú sèrð um þetta sjálfur og ef það klúðrast, þá reddum við þessu einhvernveginn.
Biscotti
Hér við hliðina á skrifstofunni er kaffihúsið Biscotti. Það er gott að setjast niður fyrir vinnu og byrja daginn á einum dubbel americano.