Sýnir færslur með efnisorðinu svíþjóð. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu svíþjóð. Sýna allar færslur

26. feb. 2013

Sólardagur

Það er ekki beinlínis hlýtt úti, en sólin skín og það er einhver vorstemming í loftinu. Ætli það séu þó ekki tveir mánuðir í almennilegt vor hér. Þá sest maður nú væntanlega úti við biscotti og fær sér sinn dúbbel ameríkanó. Því varla fer maður að bregða út af vananum, þótt sól hækki á lofti.

25. feb. 2013

Morgunkaffið

Þetta er orðinn huggulegur vani. Dúbbel ameríkanó á biscotti. Í þetta sinn er helgarútgáfa Financial Times með í för. Maður er jú að stefna í að verða kapítalisti. Seisei já.

21. feb. 2013

Starta företag-dagen

Við Jóka sátum fyrirlestrardag í gær, Starta företag-daginn. Þar koma fulltrúar frá skattstjóranum, tryggingastofnun, fyrirtækjaskrá og tollinum og kynna manni ferlið við að stofna og reka fyrirtæki. Alveg hreint brilliant fyrirlestrar og heilmikið á þessu að græða.

Þetta er enn eitt dæmið um þennan bómullarhnoðra sem sænska kerfið hefur mann vafið inn í. Það er eiginlega sama hvað maður tekur sér fyrir hendur, alltaf fær maður þá tilfinningu að yfirvöld haldi tryggilega í höndina á manni alveg frá byrjun.

Þegar við áttum von á Nóa var það foreldragrúbban, kynningarfundur um fæðingarorlof og kynning á fæðingardeildinni. Alltaf er gengið úr skugga um að maður sé með á nótunum og fólkið þreytist ekki á að minna mann á að það sé að vinna fyrir okkur og við eigum að vera í bandi ef eitthvað er.

Kannski er þetta sama heima á Íslandi. En samt hef ég meira á tilfinningunni að viðhorf yfirvalda sé meira svona: Þú sèrð um þetta sjálfur og ef það klúðrast, þá reddum við þessu einhvernveginn.

Biscotti

Hér við hliðina á skrifstofunni er kaffihúsið Biscotti. Það er gott að setjast niður fyrir vinnu og byrja daginn á einum dubbel americano.

27. sep. 2011

Þriðjudagur: Næs

Össur Skarphéðinsson var svalur á fundi allsherjarráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann fjallaði um þróunaraðstoð og umhverfismál og framlag Íslendinga til þeirra málefna og hann lýsti því yfir að Íslensk stjórnvöld styddu stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Það var djörf (en að mínu mati sjálfsögð) yfirlýsing og gengur lengra en flestir kollegar hans í nágrannaríkjum okkar þora að gera. Með þessu stillir Össur okkur Íslendingum á þann stall sem ég vil sjá okkur vera á í augum ríkja heims, sem friðelskandi og umhverfisvæn þjóð sem beitir sér fyrir mannréttinum og gegn misrétti, óháð skoðunum ráðandi ríkja. Ég vona Össur og komandi ráðherrar muni halda okkur á þessum stalli að þessi tónn muni óma frá Íslendingum um komandi framtíð.

---

Annars var búslóðin okkar sótt í morgun svo nú er eiginlega allt klárt fyrir flutning frá Svíþjóð. Nokkur tilhlökkun að flytja, svona þannig séð. Þó í aðra röndina langi mann ekkert að yfirgefa Svíþjóð. En það er ekki á allt kosið.