29. feb. 2008

Af mörgu

Þá er hann runninn upp þessi 29. febrúar. Dagurinn sem kemur bara stundum. Á þessum degi verður eitthvað svo ljóst hversu ófullkomið kerfið er sem við notum til að lýsa veröldinni. Rétt eins og málfræðin fangar aldrei nákvæmlega reglur hins mannlega máls. Eða hvernig ýmsar stærðir, s.s. pí, passa enganveginn inn í það kerfi sem við notumst við. Því þegar öllu er á botninn hvolft er skilningur okkar á veröldinni svo ósköp takmarkaður.

Merkilega, engu síður, erum við mannfólkið komin langt á veg. En kannski höfum við þegar náð toppnum fyrir löngu. Mér finnst það stundum.

25. feb. 2008

leitarorð

brjóst (5 - 5%)
jón hreggviðsson (4 - 4%)
að búa til sápu (4 - 4%)
tattu (3 - 3%)
Jónína Bjartmarz (3 - 3%)
íbúð til leigu í gautaborg (3 - 3%)
Jón Hreggviðsson (2 - 2%)
Beatrix drottning Hollands (2 - 2%)
related:en.wikipedia.org/wiki/Terabyte (2 - 2%)
dapperplein+amsterdam (2 - 2%)
ungu skáldin (2 - 2%)
hvað þýðir deilur um keisarans skegg (2 - 2%)
ég er svangur og á engan aur (2 - 2%)
gautaborg íbúð (2 - 2%)
ég endurvinn allt (1 - 1%)
vogaturninn (1 - 1%)
Ferð með Norrænu (1 - 1%)
stelpur í kvikmyndafræði (1 - 1%)
mannshjartað (1 - 1%)
Anna Rut (1 - 1%)
amsterdam (1 - 1%)
vatnsmýri vinningstillaga (1 - 1%)
hjörtur flickr mugison (1 - 1%)
sjoppa texas (1 - 1%)
augasteinninn (1 - 1%)
Letrad markers (1 - 1%)
trina downunder (1 - 1%)
bjossi sigurvinsson (1 - 1%)
vatnsmyrin (1 - 1%)
Hreggi (1 - 1%)
hjammi (1 - 1%)
ólafur þorsteinsson flick (1 - 1%)
gallajakkar (1 - 1%)
identity þýðing (1 - 1%)
Gautaborg (1 - 1%)
Þormóður Dagsson (1 - 1%)
hermannaskór (1 - 1%)
eignatilfærsla (1 - 1%)
mannanafnanefnd (1 - 1%)
"Sofðu unga ástin mín" (1 - 1%)
BARNAVAGN (1 - 1%)
MR mótmæli ráðhús (1 - 1%)
sigurður b (1 - 1%)
sápugerð (1 - 1%)
röskva mín (1 - 1%)
sprengidagur (1 - 1%)
Icelandic letters (1 - 1%)
05 mai 1945 (1 - 1%)
sögukennari "guðmundur arnlaugsson (1 - 1%)
bitah%C3%B6llin (1 - 1%)
html icelandic letters (1 - 1%)
www xxxamsterdam com (1 - 1%)
kynsvall (1 - 1%)
spartacus xxx (1 - 1%)
rækta paprikur í gluggakistunni (1 - 1%)
gautaborg íbúð leiga (1 - 1%)
ferðir með norrænu (1 - 1%)
blogspot.com "Pétur Maack" (1 - 1%)
Orsakir frönsku byltingarinnar (1 - 1%)
spartacus universiteit (1 - 1%)
em í fótbolta 2004 (1 - 1%)
Skyldi manninum ekki leiðast (1 - 1%)
Rammstein reykjavik (1 - 1%)
sexi geim (1 - 1%)
Barnið mitt (1 - 1%)
hjalti þorsteinss (1 - 1%)
stækkari (1 - 1%)

Alveg ótrúlegt

Mikið er þetta nú ömurlegt allt saman. Vilhjálmur kemur endurtekið fram í fjölmiðlum til að segja akkúrat bara þetta: Ég hef tekið ákvörðun um að taka enga ákvörðun. Sorglegt - ekkert annað um það að segja.

Annars er nú hressleikinn hér ágætur. Hlaupamál ganga ágætlega, eða gerðu það þar til fóturinn fór að láta undan. Nú haltra ég af ástæðum sem ég kann ekki að nefna.
Manni finnst svona eins og vorið sé á næsta leiti. Það þykir mér þó ótrúlegt.
Búið er að bóka ferð til Amsterdam eina helgi. Það er gott. Ég tók mig svo til og gjörbreytti útlitinu á monthly.se. Þetta er flottur vefur.

15. feb. 2008

Vatnsmýrin

Þessi vinningstillaga um Vatnsmýrina er nokkuð töff. Veit samt ekki alveg með hvort þörf sé á annarri tjörn. Hins vegar þótti mér merkilegt í Kastljósi gærkvöldsins hvernig Hanna Birna, þrátt fyrir málefnasamninginn um að gera ekkert við flugvöllinn, talaði eiginlega um að flugvöllurinn væri á leiðinni burt, það ætti bara eftir að áhveða hvert hann færi.

Það er flott

12. feb. 2008

fundurinn

Þessu undarlegi blaðamannafundur hjá Vilhjálmi í gær var svo stórfurðulegur að ég trúi tæpast að það liggi ekkert meira að baki en að Villi ætli sé að halda áfram og hugsa sína stöðu á meðan.

Tilgáta: Á fundinum var þrýst á Villa að hætta. Hann tók undir það en vildi ekki gera það þá og þegar þrýstingurinn og umræðan væri á því stigi sem hún er. Í staðinn hafi hann samþykkt að stíga niður, líklega segja af sér, en bíða með að tilkynna það og láta líta út fyrir að það væri að vandlega íhuguðu máli og algjörlega af sjálfs dáðum frekar en að hann yrði flæmdur burt með skömm. Það var samþykkt.

Hinir borgarfulltrúarnir laumuðu sér í burtu til að þurfa ekki að tjá sig um neitt og formaður flokksins segist ætla að bíða með að taka afstöðu um stuðning við Vilhjálm.

Ég hef bara meiri trú á þessu liði en að það nái að klúðra skelfilegri stöðu svona enn frekar á verri veg.

Eller hur...

11. feb. 2008

úff

Kannski ekki á það bætandi. En mikið var nú ömurlegt að horfa á þennan fíflalega blaðamannafund sem Vilhjálmur hélt. Hann hefði nú alveg eins bara látið sér nægja að senda sms: "ætla ekki að segja af mér. ég hef þegar axlað ábyrgð". Og að láta sér detta í hug að það að vera hrakinn frá völdum sé á einhvern hátt að axla ábyrgð! Auli.

Ekki ætla ég svo sem að gráta það að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn í ógöngur. En hefði maðurinn nú bara sagt að hann myndi ekki ætla að taka við borgarstjórastólnum og að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur í borgarstjórn og að hann myndi stíga úr oddvitasætinu, þá hefði hann getað lægt öldurnar talsvert. Jafnvel skapað algjöran frið. Hann hefði ekki þurft að segja af sér. Bara að viðurkenna að hann væri rúinn öllu trausti til að leiða borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna og stýra borginni síðar meir.

En nei. Menn hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Sitja sem fastast bara afþví.

Fífl.

8. feb. 2008

Orð-af-orði

Eitt af mínum eftirlætisorðum í sænsku er orðið 'fruktansvärd'. Það tók mig nokkurn tíma að átta mig á hvað um væri rætt. Í fyrstu var ég alveg á því að orðið hefði jákvæða merkingu, það hljómar einhvern veginn þannig. Þýddi kannski 'frábært' eða 'hlægilegt' eða álíka. Fljótlega fann ég þó út af samhengi að það gæti nú tæpast verið rétt. Ég hef svo sem aldrei flett orðinu upp en ég myndi telja af nokkurri vissu að um sé að ræða það sem á íslensku er kallað 'hræðilegt' eða 'skelfilegt'! Það stemmir líka við orðin sem það virðist myndað úr 'fruktan' þýðir 'ótti, hræðsla' og 'värd' er það sema og 'virði' og 'vert' á íslensku. "Hræðsluvert".

Annar er alveg aragrúi af lýsingarorðum sem var lengi að átta mig á. T.d.:

äcklig
hemskt
töntig
tjusig
jobbig
elak
lustig
sjabbig
sjysst
konstigt
annorlunda

Áður en ég flutti hingað kunni ég bara: Bra

6. feb. 2008

Nafnavitleysan

Fjölmiðlafólk og annað fólk er jafnan harðort í garð mannanafnanefndar og býsnast yfir úrskurðum hennar. Starfsfólk nefndarinnar liggur jafnan undir ámælum ásamt háði og spotti. Máski mér sárni það vegna þess að um kollega mína er að ræða. En það er þó ekki eingöngu þess vegna sem umræðan fer í taugarnar á mér. Eins og svo oft áður í umræðunni á Íslandi er verið að deila um keisarans skegg. Málið snýst alls ekki um nefndina sem slíka heldur lögin sem hún starfar eftir. Það er alls ekki svo að um geðþóttaákvarðanir sé að ræða hjá nefndinni og að algjört ósamræmi sé í úrskurðum hennar. Ég skil svo sem að fólki kunni að þykja svo þegar það sér nöfnin Guja og Vár samþykkt en ekki Curver. En hafi maður menntað sig eitthvað í íslenskri tungu og málfræði liggur í augum uppi ástæðan fyrir slíkum úrskurði. Ekki myndi spilla fyrir ef fólk myndi kynna sér lögin um mannanöfn. Sé fólk fúlt yfir úrskurðum mannanafnanefnda ætti það frekar að gagnrýna lögin en ekki nefndina. Ég reit einu sinni um þetta grein.

Sannast hið fornkveðna: Fólk er fífl.

4. feb. 2008

Á bretti bruna ég mér tra la la la

Ó öll sú dásemd og dýrð! Skellt var sér á snjóbretti í gær. Við fórum seinnipart laugardags í átt að Hovfjället. Vorum komin síðla kvölds í stugo hentum okkur í háttinn og vorum svo komin í brekkurnar rétt uppúr níu í gærmorgun. Átta tíma brun niður fjölmargar brekkur. Kjarkurinn sem ég hélt ég hefði glatað í Hlíðarfjalli fyrir um tveimur árum hafði snúið til baka og ég renndi mér niður eins og herforingi í hvert sinni. Færið var blússandi, 80 cm púðursnjór sem beið okkar nánast ósnertur þegar við mættum á svæðið. Gerist nú eiginlega ekki betra. Svo varð þetta dáldið verra eftir að skíðafólkið var búið að plægja upp brekkurnar. En ekki ætla ég að kvarta.

Nú er bara reyna að hafa ferðirnar fleri en bara eina í ár til að maður geti nú bætt sig eitthvað. Mér hefur hreinlega farið aftur síðan þarna 2002 þegar ég var orðinn bara nokkuð góður.