Sýnir færslur með efnisorðinu íslenska. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu íslenska. Sýna allar færslur

25. apr. 2007

Daglegt mál

Að hlaupa upp til handa og fóta

Samkvæmt íslenzku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar ku eiginleg merking þessa orðtaks vera að bregðast á skjótan hátt við einhverjum til greiða. Það er enda sú notkun sem mér er töm. Þannig mætti segja: „Ég dæsti nú bara svona og hvíslaði með sjálfum mér hvað ég væri kaffiþyrstur og þá var nú hlaupið upp til handa og fóta og lagað kaffi, sett í pönnukökur og postulínið tekið fram!“

Ef orðtakinu er gúgglað má sjá að margir nota það í merkingunni, að gera úlfalda úr mýflugu, að fjargviðrast yfir e-u, að býsnast yfir e-u, að gera verður um e-ð út af e-u, að gera rekistefnu vegna e-s, gera mikið úr e-u, æsa sig (af óþarfa) yfir e-u o.s.frv.