Ég er búinn að hitta talsvert af Svíum hérna í Svíþjóð. Eðlilega. Líka búinn að hitta Hollending og Breta. Iðulega kemur þjóðaratkvæðagreiðslan um daginn upp í samræðum og einhverjar spurningar um Icesave. Allir sem ég tala við standa í þeirri trú að kosningin hafi snúist um það hvort Íslendingar ætluðu að borga eða ekki. Ég reyni svona að útskýra að líklega hafi einhverjir kosið með því hugarfari en í raun snerist málið alls ekki um það. Þessi staðreynd virðst stórlega hafa skolast til því ef maður les fréttir um málið hér í Svíþjóð kemur hið rétta alltaf fram. Fólk heyrir líklega bara það sem það vill heyra.
Annars sá ég Lísu í Undralandi á föstudaginn. Allan timann hugsaði ég: „Hemmi Gunn,það sem hægt er að gera nú til dags!“