27. jan. 2004
Í gær fórum við danska parið, og má ekki skila að ég sé partur af dönsku pari, meira er ég svona þriðja hjólið í þeim félagsskap, til Mary sem hélt einskonar kveðjuhóf, sem haldið verður áfram á föstudaginn, hvar á að koma mér saman við hina bandarísku Alyssu, hvernig sem það á nú eftir að ganga. Nema hvað að þar sem ég er enn á lokasprettinum í ritgerðarvinnu ákvað ég að fara varlega í rauðvínið þarna í gær og lét mér nægja nokkur glös. Það skilaði þó litlu því að í morgun vaknaði ég upp með einn versta hausverk sem ég hefi upplifað. Og það er nú bara ekkert grín að ætla sér að vera próduktívur í ritgerðarvinnu þegar augun verða sár við að stara á skjáinn lengur en þrjár mínútur í senn og mann verkjar í hlustirnar við að heyra fingurna skella á lyklaborðinu. Afrakstur dagsins: Mestmegnis yfirvaraskeggið myndarlega sem ég hafði safnað síðustu vikuna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli