5. apr. 2006

stutt eða löng - sjáum til

Svarfaðardalur um páskana. Það er þá í fyrsta sinn í fjögur ár. Reyndar hef ég ekki komið í Svarfaðardal síðan í ágúst 2004. Svo það er tími til kominn.

Eftir samtal við ömmu eru gerðar miklar væntingar til snjóbrettaferða. Segir Sigríður á Tjörn flest benda til að mikill snjór verði um páskana. Ég ætla að treysta á orð ömmu minnar þar sem hún hefur nú fylgst með veðri á þessum slóðum í bráðum sextíu ár. Og þá er ég ekki bara að tala um að fylgjast með veðrinu út um gluggann heldur hreinlega að annast úrkomumælingar fyrir Veðurstofuna.

Svo útlitið er bjart - eiginlega bara hvítt.

7 ummæli:

Tinna Kirsuber sagði...

Sjáumst þar!

Þórdís Gísladóttir sagði...

Ég vildi að ég ætti ömmu í Svarfaðardal.
Eina amma mín, sem ekki er beinagrind, býr í úthverfi New York og þar er ekki hægt að snjóbrettast neitt.

Ösp sagði...

já bölvaður snjórinn ætlar víst ekkert að fara héðan. gaman fyrir ykkur, ekki svo fyrir mig! en það verður þó gaman að fá ykkur í dalinn;)

Króinn sagði...

Ertu þá kannski að segja mér að amma þín toppi sjálfa uppsprettu Sigurðarmála í veðurpervertaskap?

Fjalsi sagði...

Ég var einmitt að hugsa um að hafa það með í færslunni að Sigurði Ólafssyni þætti áreiðanlega gaman að hitta og tala við Sigríði á Tjörn.

Pétur Maack sagði...

Mokkurinn tekur því sem höfnun hafi frjálsi ekki samband!
Þá er jafnvel ekki óhugsandi að taka nokkur sameiginleg rennsli eða hvað!?

Fjalsi sagði...

að sjálfsögðu hefur samband verið ráðgert ...