21. apr. 2006

Gengið

Þrátt fyrir að ég skilji gengi og þróun þess enganveginn er mér eitt ljóst. Ég hefi grætt stórlega á gengissviptingum íslensku krónunnar. Þann 1. nóvember 2005 voru lagðar nokkur hundruð evra inn á bankareikninginn minn í Hollandi. Þá var evran 72 íslenskar krónur og ég nennti ekki að vera að hafa fyrir því að millifæra peninginn. Nú tæpu hálfu ári síðar hafa evrurnar mínar í ABN-AMRO aukist um þriðjung í virði. Það er ein mesta ávöxtun sparifés í minni fjármálasögu.

Persónulega sé ég ekki hvað er svona slæmt við núverand þróun. Megi krónan lækka og lækka.

Engin ummæli: