2. feb. 2006

Í tilefni af því að það varð nýr mánuður með tilheyrandi jákvæðri stöðu á bankareikningi (innstæðan þetta rétt slefaði yfir núllið - jú maður er ríkisstarfsmaður og kvartar ekki) tókum við Jóhanna sæta sænska okkur til og fögnuðum ærlega. Svo ærlega að nú bý ég við svo rosalega timburmenn að ég veit vart hvort ég sé að koma eða fara. Þetta er víst ekki hægt lengur að fá sér aðeins neðan í því svona í miðri viku. Mér eldri menn höfðu varað mig við þessu. En þá var ég yngri og trúði þeim ekki. Nú veit ég betur.

1 ummæli:

Króinn sagði...

Gott að vita að þú sért orðinn svona ríkur. Þá get ég farið að biðja þig um lán. Miklu betra að þú látir mig fá pening í staðinn fyrir að þetta fari allt í brennivín og vitleysu