17. feb. 2006

Föstudagskvikmyndagetraun Frjettablaðs frjálsa.

Að hugsa sér - að hugsa sér! Enn er kominn föstudagur. Föstudagar finnst mér koma fyrr eftir að ég fór að haga vinnu minni svo að vinna ekki á mánudögum. Það er enda eðlilegt því þá verður föstudagur fjórði dagur vinnuvikunnar í stað þess að vera fimmti.

Því er spurt um kvikmynd. Síðast var það hin þrælgóða Romeo + Juliet í leikstjórn Baz Luhrmann sem náði að vefjast nokkuð fyrir lesendum þessa frjettabrjefs. Nú munum við reyna eitthvað svipað.

Spurt er um kvikmynd.

1. Clue: The film can be classified within the genre of road movies (see defenition).

3 ummæli:

Hjálmar sagði...

Hringurinn? (http://is.wikipedia.org/wiki/Hringurinn_%28kvikmynd%29)

Fjalsi sagði...

nei - svo frumlegur er ég ekki

Kristín sagði...

Ég er sammála því að þessi föstudagur kom furðu fljótt. Var næstum búin að gleyma leiknum.

Dead man e. Jim Jarmush.