24. feb. 2006

Jú - víst er það sögulegt: Sögulegar óstættir kannski? Stúdentafylkingarnar Vaka og Röskva eru hættar að vera sammála. Sammála um að vera ósammála. Sundrung sem leiðir af sér samstöðu. Ég spái að á næsta ári muni ný breiðfylking stúdenta bjóða fram á móti Háskólalistanum. Vöskva? Raka? Vaska? Vakva? Röka? Röskvaka!!

Fréttunum fylgdi ekki hvort Háskólalistinn verði í eiginlegum minnihluta. Það verður þá fjör!

Engin ummæli: