31. mar. 2006

Ekkert - ekkert - ekki neitt - ekkert jafnast á við Rolling Stones til að koma fjörfiski í hjartað. Ég fann loksins hvað var að hljóðinu í tölvunni hjá mér í vinnunni. Ég hafði troðið dótinu í vitlaust gat. En nú er allt á sínum stað og tónlistin streymir inn í eyrun á mér, eða öllu heldur hlustirnar. Og að sjálfsögðu eru það Rolling Stones sem fá heiðurinn af því að rífa upp fjörið hjá mér á föstudegi.

Jesús hvað mig langar að grípa mér JD flösku og hlaupa yfir götuna og upp á Arnarhól - rokk og ról - og öskra upp í himininn á bleikum kjól.

Föstudagsgetraunin getur þá kannski bara verið þessi:

Hvaða Stones Plötu er ég að hlusta á?

Fyrsta og eina vísbendin:Hún hefst á því að Mick Jagger vælir óóóójeeeeeee í kjölfar kúl gítarriffintrós?

Í boði er JD skot á barnum annað kvöld!!

4 ummæli:

gulli sagði...

Exile on Main St. vinur minn.

tek samt reintjekk á JD skotið.

skálum kannski saman í september í staðinn

Nafnlaus sagði...

Ég fagna endurkomu frjálsa og föstudagsgetraunarinnar (íha). Vil samt kvarta yfir viðbragðsflýti nafna míns sem alltof oft hefur náð að svara á undan mér. Svekk.

Fjalsi sagði...

gulli veivei

Ertu viss um að þú viljir ekki Jógúrt Drykkinn bara strax á morgun?

Króinn sagði...

Vaeri ekki vid haefi ad bjoda upp a thydingargetraunir i takt vid nytt starf? (gaetu reyndar haft takmarkad skemmtigildi - sérstaklega thar sem thu myndir alltaf lata mann snua einhverju úr hollensku, Hollandsperrinn thinn).

Eigum vid ekki annars ad hittast eitthvad i kringum paskana og klara ur eins og einu bjorglasi a einhverju oldurhusa borgarinnar? Kem heim 5. og fer aftur 18. Verum i mail-bandi.