31. jan. 2006

Ég skil ekki ...

En þessa stundina er ég að hlusta á lýsingu á landsleik Íslendinga og Rússa í handknattleik. Hérna í vinnunni sko. Um leið og ég geri það er ég að skrá stórt og mikið safn rússneskra kvikmynda frá MÍR. Mitt verk þessa dagana. Skrá niður heiti og finna út heitið á rússnensku og umrita af kyrrilísku letri yfir latneskt

Svona: Einu sinni 20 árum seinna - ??????? ???????? ??? ?????? --> Odnazhdy dvadtsat let spustya (Yuri Yegorov 1980)

Þetta verkefni fékk ég eftir að ég opinberaði þann pervertaskap minn að hafa tekið það upp hjá sjálfum mér að læra slíka umritun. Það hófst þegar Hreggi gaf mér rússneskar sígarettur og mig langaði að skilja innihaldslýsinguna.

gaman!

1 ummæli:

Fjalsi sagði...

tja ... það var nú svo sem það sama og í öðrum sígarettum, s.s. þessum bandarísku sem ég reykti á þeim tíma. Það var reyndar Turkish blend.