16. jan. 2006

Mánudagur. Það er mánudagur og á mánudögum vinn ég heima hjá mér. Í dag var vaknað óþarflega seint. Nú finnst mér tíminn hafa hlaupið frá mér. En hér sit ég með kaffi í bolla og Ella Fitzgerald er eitthvað að raula við fagra píanóhljóma. Úti situr mjöllin í faðmi rólegheitanna. Sturtaður er ég og fínn en að venju ógreiddur. Hins vegar eru allir reikningar greiddir og ég er skuldlaus við menn og mýs. Það þýðir þó ekki að fjárhagsstaðan sé langt yfir núlli. Hún hangir þar rétt fyrir ofan.

En það er í lagi

Engin ummæli: