25. jan. 2006

Mest langar mig til að grenja yfir þeim ömurleg heitum sem þjóðfélag okkar einkennist af. Stórkapítalískt samfélagið fer illa með sálartetrið mitt. Sút mér fló í brjóstið inn. Viðbjóður. Hversvegna er það að maður sér í einni fréttinni mann sem þarf að lifa af 75þúsund krónum á mánuði og býr við sjúkdóm sem á eftir að draga úr honum lífið smátt og smátt. Og í hinni sjáum við fólk sem fær tvöþúsund sinnum þá upphæð fyrir það eitt að hætta í vinnu hjá fyrirtæki. Það er það sama og maðurinn sem upp á tryggingastofnun fær á rúmum 160 árum, það er ef hann þarf ekki hreinlega að borga það til baka.

Stundum langar mann bara til að hengja sig!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nákvæmlega sammála er Parísardaman Kristín.

Nafnlaus sagði...

Þetta eru sko orð að sönnu. Við öryrkjarnir erum eitthvað sem þessi ríkisstjórn er að murka lífið úr smátt og smátt. Ósjálfrátt fer manni að detta í hug helför Gyðinganna, og hvort að það sé alfarið stefna þessara mann að útrýma öryrkjum. Ég er nú ein af þessum frægu öryrkjum sem er að setja íslenska ríkið á hausinn með mínar aumu 5 þúsund á mánuði eftir að þeir hafa dregið af "skuld" mína til þeirra?????
Maður er bara búin að gefast upp og ekki skrítið að í fréttum nú í hádeginu hafi komið fram að það eru fleiri Íslendingar sem deyja af eigin hendi en í umferðaslysum

Hvað ætli valdi því????????