2. okt. 2006

Titill

Mér hefur verið bent á að kannski sé ekki heppilegt að láta síðustu færslu standa sem síðustu færslu. En hér er lífsmark. Þó það sé ekki ýkja greinilegt.

Hér gæti ég sagt frá helginni en allar nákvæmar útlistanir á henni koma ykkur lesendum fátt við. Það skal þó upplýst að ég hitti Gommit og ég fór á Sirkús og fríkaði þar út og kom mér svo heim áður en fríkið yrði of fríkað. En KGB fær samt bestu þakkir.

Samkvæmt mínum útreikningum hefði verið heillavænlegast að myrkva borgina í mars. Í það minnsta kemur fram í gögnum frá veðurstofunni að, ef marka má veðurfar síðustu áratuga eru minnstar líkur á skýjuðu veðri í mars. September er hins vegar þriðji skýjaðasti mánuður ársins. og hvað er veðurfræði svo sem annað en líkindareikningur byggður á fyrri reinslu? Spyr sá sem ekki veit. En þess utan þótti mér myrkrið fallegt, ef myrkur má kalla því auðvitað gátu Reykvíkingar ekki látið vera að keyra um á bílunum sínum þennan hálftíma og náttúrulega með háuljósin á þarna í skugganum.

Jasvei.

2 ummæli:

Pétur Maack sagði...

reynslu!

Fjalsi sagði...

Gulla - ég hef það að reglu að rökræða ekki við sannfærða.

Hins vegar stórefast ég að allur þessi skari sem ákvað að keyra um miðbæinn á milli 22.00 og 22.30 á fimmtudagskvöldi hafi verið þar í brýnum erindum. Mig grunar helst að þeir hafi komið þangað til að sjá myrkrið. Sem að sjálfsögðu sást ekki fyrir öllum bílljósunum.