14. apr. 2004

Sú saga gengur hér á Dolhaantjestraat fjöllum hærra að ég og Michela séum par. Það er svo sem ekki fjarri lagi enda förum við yfirleitt að sofa á sama tíma, við vöknum á sama tíma og erum samferða á hjólunum okkar í skólann og borðum saman kvöldmat og drekkum kaffi saman. Svona eins og par sem ekki kyssist eða hefur kynferðismök.

Hin sagan sem gengur um mig er sú að ég sé hómósexúal. Það er líklega vegna þess að ég slæ þær frá mér stúlkurnar eins og mý. Enda sagði nú hún móðir mín mér að ég ætti ekkert að vera að finna mér kærustu þarna í útlöndum. Og auðvitað gerir maður eins og hún mamma manns segir.

Engin ummæli: