24. apr. 2004

Það er nú svo skemmtilegt að þegar maður á að vera að skrifa ritgerðir og svona, þá, stundum, langar mann bara til að fræðast um sápugerð og uppruna tannkrems, eða skrifa pólitíska pistla ellegar bulla eitthvað á blogginu sínu. Ég mun nú reyna að sameina þessar þarfir mínar í einni stórmyndarlegri boggfærslu:

Sápu reyndi ég einhvern tíma að búa til - það gekk ekki vel í það skipti. Það á samt að vera frekar einfalt að búa til sápu og flest efni til sápugerðar áttu að finnast á hverju meðal heimili. Vítissóti, dýrafita, matarolía, ilmefni, vatn. Mixið vatni og vítissóta (lútur) (sóti út í vatn, aldrei öfugut), bræðið fituna ásamt olíu. Hellið lútnum út í feitina (sem þá skal vera rúmlega 100 gráður, þegar sullið fer að þykkna er rétt að hella ilmefnum út í. Hellið í form, t.d. skornar mjólkurfernur. Látið standa í sólarhring. Skerið sápuna í stykki að því loknu og látið standa í þrjár vikur áður en farið er að nota stöffð. Ef ekki er vandað til verksins má vera að hræringurinn skilji sig. Þá myndast glysserín á yfirborðinu. Glysserín má skafa af og blanda við saltpéturssýru til að búa til nítróglysserín. Saltpéturssýru er sem betur fer erfitt að nálgast. Hana má þó búa til úr geymasýru og salpétri með flóknum aðferðum sem ég þekki ekki. Nitróglysserín má svo nota í sprengiefni eða í lyf gegn kransæðasjúkdómum. Magnað ekki satt? Glysserín má einnig nota til að búa til tannkrem, sé því blandað við matarsóda, salt og bragðefni svo sem piparmyntuolíu.
Annars svaraði Bóbó liðþjálfi opnu bréfi Þorleifs Arnar á Múrnum. Þar svara hann gagnrýni sem innflytjendafrumvarpið svo kallað hefur fengið og leiðréttir misskilning um frumvarpið sem verið hefur nokkuð útbreiddur. T.a.m. komu fram ýmsar rangar fullyrðingar frá þeim sem stóðu að undirskriftasöfnum gegn frumvarpinu á dögunum, sem ég m.a. studdi. Frumvarpið er engu að síður það slæmt að vert var að skrifa undir mótmælin. Það er hins vegar slæmt þegar farið er af stað með herferð gegn slíkum málum með málflutningi sem virðist byggður á misskilningi og sögusögnum. Það væri óskandi að menn kynntu sér málefnin algjörlega áður en hlaupið er upp til mótmæla.

Góðar stundir

Engin ummæli: